Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) jafnaði á laugardag Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi frá 2017 á Trond Mohn Games í Bergen í Noregi.
Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu í morgun þau sem höfnuðu í efstu sætunum í kjöri á íþróttamanni ársins 2022 og er FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson á þeim lista.
Um helgina fór fram 96. Meistaramót Íslands í Kaplakrika. Hilmar Örn Jónsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) voru með stigahæstu afrek kvenna og karla samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttaambandsins.
Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti aldursflokkamet í 200 metra hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á 23,16 sek. (-1,0) á NI and Ulster Age Group Championships í Antrim í Bretlandi.
Í dag fór fram Smáþjóðameistaramót á Möltu og náðist frábær árangur. Íslendingar fengu alls tíu verðlaun, tvö gull, sex silfur og tvö brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti mótsmet í bæði 100 metra og 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á 10,59 sek. (+0,1) í 100 metra hlaupi. Hann hljóp á 21,40 sek í 200 metra hlaupi en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 20,96 sek.
Um helgina fór fram forkeppni fyrir Bandaríska háskólameistaramótið (NCAA East/West Preliminary) og voru fjórir Íslendingar sem tóku þátt. Bandaríska háskólameistaramótið fer fram í Eugene, Oregon dagana 8.-11. júní.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
VIKAN: Bætti 42 ára gamalt mótsmet
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit