Það er alltaf gaman þegar íslenskir frjálsíþróttaiðkendur láta að sér kveða erlendis. Systkinin Eyja Rún (16 ára) og Ari Freyr (13 ára) Gautabörn búa í Svíþjóð þar sem þau æfa og keppa í frjálsíþróttum af kappi og með frábærum árangri.
Við áttum skemmtilegt spjall við þau og föður þeirra Gauta Jóhannesson, sem sjálfur átti farsælan feril í frjálsíþróttum, um daginn og spjölluðum um æfingar, lífið í Svíþjóð og framtíðarplön þeirra.