Á morgun er fyrsti keppnisdagur í frjálsum íþróttum á EM sem fram fer á Ólympíuleikvanginum í München. Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir á morgun í kúluvarpi og hefst keppni klukkan 9:20 að íslenskum tíma.
Í dag fór fram 55. Bikarkeppni FRÍ og voru það FH-ingar sem urðu þrefaldir bikarmeistarar. FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og unnu alls tólf greinar. Í heildarstigakeppninni hlutu FH-ingar 110 stig, ÍR-ingar voru í öðru sæti með 90 stig og Breiðablik í því þriðja með 75 stig.
55. Bikarkeppni FRÍ fer fram laugardaginn 13. júní á ÍR-velli. Það eru sex lið skráð til keppni og eru það Ármann, Breiðablik, FH A, FH B, HSK og ÍR. Keppni hefst klukkan 13:00 á 110 metra grindahlupi karla.
Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppti í kringlukasti á Innanfélagsmóti ÍR en hann er á fullu að undirbúa sig fyrir EM sem fer fram í Munchen í næstu viku.
dag lauk keppni á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem fram fór á Kópavogsvelli. Það var Dagur Fannar Einarsson (ÍR) sem varð Íslandsmeistari í tugþraut karla og hlaut hann 6286 stig. Í öðru sæti var Andri Fannar Gíslason (KFA) og hlaut hann 6178 stig. Í þriðja sæti var Reynir Zoëga (ÍR) með 5099 stig.
Meistaramót Íslands í 10.000m hlaupi fór fram á Kópavogsvelli í dag ásamt Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Arnar Pétursson (BBLIK) varð Íslandsmeistari í 10.000m í karlaflokki og kom í mark á tímanum 32:28,98. Valur Elli Valsson (FH) varð annar á tímanum 34:39,92 mín.
Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) keppti í hástökki á mánudaginn. Kristján kom inn í keppnina þegar ráin var í 2,08m.
Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og 10.000 metra hlaupi. Það eru glæsilegir keppendur skráðir til leiks þá meðal annars Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) og Ísold Sævarsdóttir (FH) en þær keppa í sjöþraut stúkna 16-17 ára.
Þrír Íslendingar keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í München dagana 15.-21. ágúst ásamt öðrum íþróttagreinum. Mótið fer fram á Olympiastadion en það eru 20 ár síðan meistaramótið var haldið á þessum velli.
Dagana 24.-30. júlí fór fram Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Banská Bystrica í Slóvakíu. Ísold Sævarsdóttir (FH) varð í fjórða sæti í sjöþraut stúlkna.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Keppni á EM hefst á morgun
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit