Hilmar Örn í kjöri á íþróttamanni ársins 2022

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Hilmar Örn í kjöri á íþróttamanni ársins 2022

Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu í morgun þau sem höfnuðu í efstu sætunum í kjöri á íþróttamanni ársins 2022 og er FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson á þeim lista. Ellefu koma til greina í ár þar sem jafnmörg stig hlutust í tíunda og ellefta sætið. Kjörinu verður lýst í beinni útsendingu á RÚV frá Hörpu að kvöldi 29. desember. 

Hilmar átti stórt og viðburðaríkt ár. Hann vinnur sterkt mót í Halle í Þýskalandi. Hann kastaði sig í fyrsta sinn inn í úrslit á stórmóti á Evrópumeistaramótinu í Munchen með annað lengsta kastið sitt á ferlinum. Hann keppti á sínu öðru Heimsmeistaramóti sem fór fram í Eugene, Oregon. Hann endar efstur Íslendinga á stigalista alþjóðasambandsins eftir tímabilið.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Hilmar Örn í kjöri á íþróttamanni ársins 2022

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit