Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í Laugardalshöllinni fyrr í kvöld og var mikil gleði og stemming meðal þess frjálsíþróttafólks sem mætti. Veittur var fjöldi viðurkenninga til okkar besta og efnilegasta frjálsíþróttafólks, innan vallar sem utan, og farið yfir frjálsíþróttaárið 2024 í máli og myndum.