Það er óhætt að segja að hápunktur frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna síðastliðið mánudagskvöld hafi verið Íslandsmet Baldvins Þórs Magnússonar (UFA) í 1500 m hlaupi. En hann bætti eigið Íslandsmet í 1500 m um tæpa eina og hálfa sekúndu þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 3:39,67.
Við hittum Baldvin daginn eftir mótið og tókum við hann stutt viðtal um líðan hans eftir mótið og hvað sé framundan hjá honum.