Um síðustu helgi tvíbætti Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eigið Íslandsmet í lóðkasti á bandaríska innanhúss háskólameistaramótinu (e. NCAA Indoors Championship). Hún bætti það fyrst í sínu öðru kasti þegar hún kastaði 22,83 m og bætti eldra Íslandsmet um 39 cm, en eldra met hennar var 22,44 m frá því í byrjun febrúar 2024. En hún lét sér það ekki nægja og náði risakasti í síðustu umferðinni þegar hún kastði 23,18 m og bætti Íslandsmetið aftur og tryggði sér annað sætið á mótinu.