Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram dagana 20.–26. júlí 2025 í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Um er að ræða stærsta fjölíþróttamót Evrópu fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 14–18 ára, þar sem keppt er í fjölmörgum greinum og rík áhersla er lögð á jafnræði, vináttu og samstöðu.
Keppt verður í frjálsíþróttum dagana 21.–26. júlí og mun Ísland að þessu sinni eiga fjóra keppendur í frjálsíþróttum, en frjálsíþróttakeppni EYOF er U18 mót.