Bronsleikar ÍR í frjálsíþróttum, sem fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal nk. laugardag 5. október. Heiðursgestur mótsins að þessu sinni er annar Ólympíufari ÍR og eini Íslendingurinn sem tók þátt í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í París í sumar, kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Hún mun afhenda ungum og upprennandi frjálsíþróttakeppendum verðlaun sín fyrir þátttökuna í Bronsleikunum og hvetja þá til dáða.