VIKAN: Aldursflokkamet og mótsmet

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Aldursflokkamet og mótsmet

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti aldursflokkamet í 200 metra hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á 23,16 sek. (-1,0) á NI and Ulster Age Group Championships í Antrim í Bretlandi. Fyrra metið var 23,25 sem Sveinn Elías Elíasson setti árið 2004.

Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) hafnaði í sjö­unda sæti í úr­slit­um í spjótkasti á Banda­ríska há­skóla­meist­aramótinu sem fram fór í Eugene, Oregon og fékk því titilinn All-American. Þegar maður er meðal átta efstu á NCAA háskólamótum USA, þá fær maður titilinn All-American. Dag­bjart­ur kastaði lengst 76,29 metra en það var Marc Minichello sigraði með kasti upp á 81,17 metra.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) hafnaði í fimmtánda sæti í kúluvarpi í Eugene með kasti upp á 16,63 metra. Adelai­de Aquilla frá Ohio State sigraði með kasti upp á 19,64 metra.

Íslendingar náðu glæsilegum árangri á Smáþjóðameistaramótinu á Möltu. Íslendingar fengu alls tíu verðlaun, tvö gull, sex silfur og tvö brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti tvö mótsmet. Hægt er að lesa meira um mótið hér.

Íslendingar áttu fimm keppendur á Norðurlandameistaramóti í fjölþrautum um helgina og voru mikið um bætingar. Hægt er að lesa um mótið hér. 

Önnur úrslit

Trond Mohn Games

Tiana Ósk Whitworth (ÍR)100m11,99 sek. (-1,1)
Hilmar Örn Jónsson (FH)Sleggjukast72,76

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Aldursflokkamet og mótsmet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit