Á morgun, laugardag, fer fram Hallesche Werfertage 2023 í Halle í Þýskalandi og eigum við þar fimm keppendur. Hilmar Örn Jónsson er á meðal keppenda í sleggjukasti karla og á hann þar besta árangurinn. Hilmar hefur byrjað tímabilið vel, varð fjórði á sterku móti í Nairobi með kast upp á 74,11 metra. Lágmarkið í sleggjukasti karla á HM er orðið ansi stíft eða 78,00 metrar og þarf Hilmar að bæta Íslandsmet sitt í greininni til að ná lágmarkinu en metið hans er 77,10 metrar. Guðni Valur Guðnason kastar kringlu á morgun og er einnig stefnan hans að ná lágmarki á HM. Íslandsmet Guðna er 69,35 metrar og er lágmarkið 67,00 metrar. Guðni hefur kastað lengst 63,56 metra í ár sem hann gerði í Norrköping í gær. Í kringlukasti verða einnig þeir Mímir Sigurðsson og Ingvi Karl Jónsson. Mímir hefur kastað lengst 56,07 metra lengst í ár og á hann best 62,07 frá því á síðasta ári. Ingvi á best 54,38 metra lengst í ár sem er einnig hans besti árangur. Hera Christensen kastar kringlu á morgun í flokki U20 stúlkna en hún náði á miðvikudaginn lágmarki á EM U20 þegar hún kastaði 49,73 metra.
Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.
Kringlukast karla B // 11:30 // Mímir og Ingvi
Kringlukast karla // 13:30 // Guðni Valur
Sleggjukast karla // 11:15 // Hilmar Örn
Kringlukast stúlkna U20 // 8:30 // Hera
*allar tímasetningar eru á íslensku tíma
Sindri keppir á sterku móti í Arizona
Sindri Hrafn Guðmundsson keppir á USATF Throwis Festival í Tucson, Arizona á morgun. Sindri opnaði tímabilið sitt með glæsilegu kasti, 80,09 metra kasti. Keppni hjá honum hefst klukkan 2:40 sunnudagsnóttina að íslenksum tíma og er hægt að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér (hér).