Frábær árangur á Möltu

Frábær árangur á Möltu

Í dag fór fram Smáþjóðameistaramót á Möltu og náðist frábær árangur. Íslendingar fengu alls tíu verðlaun, tvö gull, sex silfur og tvö brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti mótsmet í bæði 100 metra og 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á 10,59 sek. (+0,1) í 100 metra hlaupi. Hann hljóp á 21,40 sek í 200 metra hlaupi en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 20,96 sek. Dagur Andri Einarsson (ÍR) varð þriðji í 100 metra hlaupinu á tímanum 10,66 sek. (+2,3).

Tiana Ósk Whitworth (ÍR) kom önnnur í mark í 200 metra hlaupi á tímanum 24,25 sek. (+3,0) og í þriðja sæti í 100 metra hlaupi á nýju ársbesta, 11,75 sek. (+1,2).

Íslandsmethafarnir í sleggjukasti hlutu bæði silfurverðlaun. Hilmar Örn Jónsson (FH) kastaði lengst 70,95 metra en það var Serghei Marghiev frá Moldóvu sem kastaði lengst eða 74,17 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) kastaði lengst 64,21 metra en það var Zalina Marghieva frá Moldóvu sem sigraði með kast upp á 66,06.

Glódís Edda Þuríðardóttir hljóp á sínum ársbesta tíma í 100 metra grindahlaupi og varð í öðru sæti. Hún kom í mark á tímanum 14,39 sek. (+1,6) en það var Angeliki Athanasopoulou frá Kýpur sem sigraði á tímanum 14,07 sek. (+1,6).

Irma Gunnarsdóttir (FH) varð önnur í langstökki með stökk upp á 5,96 metra (+2,5). Það var heimakonan Claire Azzopardi sem sigraði með stökk upp á 6,21 metra.

Íris Anna Skúladóttir (FH) var önnur í 5000 metra hlaupi og bætti 13 ára persónulegt met. Hún kom í mark á tímanum 17:09,10 mín. Það var Lilia Fisikovici sem sigraði á tímanum 16:42,11 mín.

Heildarúrslitin má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Um helgina fór fram 96. Meistaramót Íslands í Kaplakrika. Hilmar Örn Jónsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) voru með stigahæstu afrek kvenna og karla samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttaambandsins.
Þrír Íslendingar keppa á EM U18 sem fer fram í Jerúsalem, Ísrael dagana 4.-7. Júlí.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Frábær árangur á Möltu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit