00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Fjögur mótsmet á MÍ

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fjögur mótsmet á MÍ

Um helgina fór fram 96. Meistaramót Íslands í Kaplakrika. Hilmar Örn Jónsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) voru með stigahæstu afrek kvenna og karla samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttaambandsins. Hilmar hlaut 1120 stig fyrir 75,20 metra í sleggjukasti sem er einnig mótsmet. Tiana hlaut 1054 stig fyrir 11,69 sek. í 100 metra hlaupi (+4,2 m/s).

Hlynur Andrésson (ÍR) setti mótsmet í 5000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 14:13,92 mín. Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) setti einnig mótsmet í sleggkukasti með kast upp á 62,30 metra. Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) setti mótsmet i kúluvarpi með kast upp á 16,54 metra.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) var undir Íslands- og mótsmetinu í 100 metra hlaupi með tímann 10,50 sek. en vindur var yfir leyfilegum mörkum (+3,0 m/s).

Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu alls 79,5 stig. Þau fengu fjórtán gull, sextán silfur og sex bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 51,5 stig og Fjölnir í því þriðja með 23 stig.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fjögur mótsmet á MÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit