00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

VIKAN: Bætti 42 ára gamalt mótsmet

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Bætti 42 ára gamalt mótsmet

Um helgina fór fram 56. Bikarkeppni FRÍ á ÍR-vellinum. Það voru FH-ingar sem urðu Bikarmeistarar fjórða sinn í röð en þetta er tólfti meistaratitillinn þeirra í ár. Kristín Karlsdóttir (FH) bætti 42 ára gamalt mótsmet í kringlukasti er hún kastaði 51,56 metra sem er hennar besti árangur í ár. Fyrra metið var 50,40m sem Guðrún Ingólfsdóttir setti árið 1981. Kristín á best 53,53m í greininni frá árinu 2020. Irma Gunnarsdóttir (FH) bætti mótsmetið í þrístökki kvenna er hún stökk 13,39m sem er aðeins einum sentímetra frá Íslandsmeti hennar í greininni. Fyrra metið átti Sigríður Anna Guðjónsdóttir, 13,02m, sett árið 1996. Hægt er að lesa meira um bikarkeppnina hér.

Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) og Arnar Pétursson (Breiðablik) eru Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi en hlaupið fór fram á Selfossi í gær samhliða Brúarhlaupinu. Andrea og Arnar hafa sigrað á öllum meistaramótum í götuhlaupum í ár, 5km, 10km og hálfu maraþoni. Nú er aðeins eftir Meistaramót Íslands í maraþoni eftir sem fram fer samhliða Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 19. ágúst. Hægt er að lesa meira um úrslit 10km hlaupsins hér. Heildarúrslit hlaupsins má finna hér.

Fimm dagar í Búdapest

Það eru aðeins fimm dagar þangað til að keppni hefst á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram dagana 19.-27. ágúst í Búdapest í Ungverjalandi. Guðni Valur Guðnason (ÍR) og Hilmar Örn Jónsson (FH) keppa á fyrsta keppnisdeginum, laugardaginn 19. ágúst. Hilmar keppir í undankeppni í sleggjukasti í morgun hlutanum og Guðni keppir í undankeppni í kringlukasti um kvöldið. Úrslitin fara fram á Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í undankeppni í kúluvarpi í morgun hlutanum laugardaginn 26. ágúst og fara úrslitin fram sama dag. Mótið verður sýnt í beinni á RÚV.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Bætti 42 ára gamalt mótsmet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit