Vormót HSK fer fram nk. miðvikudag, 14. maí, á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 18:00, en upphitun frá klukkan17:00. Mótið er skráð á Global Calendar og gilda því afrek mótsins sem lágmörk á stórmót. Því tilvalið að mæta á Selfoss og reyna við lágmörk stórmóta sumarsins.
Öllum er heimil þátttaka og verður keppt skv. fullorðinsreglum og með fullorðinsáhöldum, nema annað sé tekið fram.
Skráningarfrestur á mótið er til miðnættis sunnudaginn 11. maí nk. og skulu skráningar berast beint í mótaforrit FRÍ.
Þrír efstu í hverri grein fá verðlaunapening og sigurvegari Jónshlaupsins (5000 m hlaup karla) fær farandbikar. Allir sigurvegarar mótsins fá gjafabréf frá Skyrland á Selfossi. Ef keppandi setur Íslandsmet í fullorðinsflokki fær viðkomandi 100.000 kr gjafabréf í versluninni Fætur toga.
Sjá nánar um mótið, greinarnar sem verða í boði og skráningu hér.