VIKAN: Víðavangshlaup, maraþon og meiri víðavangshlaup

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Víðavangshlaup, maraþon og meiri víðavangshlaup

MEISTARAMÓT ÍSLANDS Í VÍÐAVANGSHLAUPUM

Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum fór fram í kulda og bleytu í Laugardalnum núna á laugardaginn og var flott þátttaka í hlaupinu, greinilegt að víðavangshlauparar láta veður ekki aftra sér. Arnar Pétursson í Breiðablik og Íris Dóra Snorradóttir í FH urðu Íslandsmeistarar í karla-og kvennaflokki. Lesa má nánar um hlaupið hér.

Myndir frá hlaupinu koma inn á Flickr síðuna okkar seinna í dag.

HVAÐ ER FRAMUNDAN?

Helst ber að nefna Meistaramót Íslands í maraþoni sem fram fer næsta laugardag, 26. október. Startar hlaupið neðst í Elliðaárdalnum og er markið einnig þar. Meistaramótið í ár er partur af Haustmaraþoni Félags Maraþonshlaupara. Til að eiga tilkall til verðlauna þá verða hlauparar að vera skráðir í aðildarfélag FRÍ. Það sama á við hvað félagsbúninga varðar, þ.e. að gerð er krafa um félagsbúninga hjá þeim sem lenda í verðlaunasætum. Skráning í maraþonið er hér.

Samfara Meistaramótinu verður boðið upp á Fjölskylduhlaup TM sem er ætlað yngri hlaupurum.  Hlaupinn er skemmtilegur 2 km hringur í Elliðaárhólmanum, frítt er í Fjölskylduhlaup TM og fá allir þátttakendur glaðning að loknu hlaupi. Skráning og þar með hlaupanúmer er forsenda þess að fá afhentan glaðning. Við hvetjum alla til að skrá sig og njóta þess að hlaupa í þessum skemmtilega viðburði. Skráning í fjölskylduhlaupið er hér.

Svo svona í ljósi víðavangshlaupsins um helgina er gaman að minnast á Norðurlandamótið í víðavangshlaupum sem fram fer í Finnlandi 10. nóvember. Fulltrúar Íslands þar verða:

Karlar:

Baldvin Magnússon UFA

Arnar Pétursson Breiðablik

Stefán Kári Smárason Breiðablik

Konur:

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR

Halldóra Huld Ingvarsdóttir FH

Konur U20:

Helga Lilja Maack ÍR

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Víðavangshlaup, maraþon og meiri víðavangshlaup

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit