VIKAN: Eir og Hera á HM U20

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Eir og Hera á HM U20

Í vikunni kepptu þær Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) og Hera Christensen (FH) á HM U20 í Lima í Perú.

Eir keppti í 400m og hljóp á tímanum 55,48 sek. Hún varð sjötta í sínum riðli og 39. sæti í heildina. Hera keppti í kringlukasti og kastaði lengst 48,43 m. Hún varð níunda í sínum kasthópi og sextánda í heildina, aðeins fjórum sætum frá úrslitum. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Framundan

Copenhagen Athletics Games fara fram þriðjudaginn 3. september og eru fimm Íslendingar að taka þátt. Þau Baldvin Þór Magnússon (UFA) en hann keppir í 5000m hlaupi, Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik), Daníel Ingi Egilsson (FH) og Irma Gunnarsdóttir (FH) keppa öll í langstökki og Kristófer Þorgrímsson (FH) keppir í 100m hlaupi.

Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaðsetning
7. septemberVestmannaeyjarhlaupiðVestmannaeyjar
21. septemberHjartadagshlaupiðKópavogur
26. októberHaustmaraþon Félags Maraþonhlaupara (MÍ í maraþoni)Reykjavík
10. nóvemberNorðurlandameistaramótið í víðavangshlaupumFinnland

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Eir og Hera á HM U20

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit