Stelpurnar hafa lokið keppni á HM U20

Penni

< 1

min lestur

Deila

Stelpurnar hafa lokið keppni á HM U20

Þær Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) og Hera Christensen (FH) hafa lokið keppni á HM U20 í Lima í Perú.

Eir hljóp 400m á tímanum 55,48 sek. Hún var sjötta í sínum riðli og 39. sæti í heildina.

“Það var mjög skemmtilegt að fá að keppa á svona stóru móti og sjá keppendur frá öllum hinum löndunum. Mér leið ágætlega í hlaupinu en ég hefði geta hlaupið hraðar og þetta var ekki tíminn sé ég var að stefna á. Eftir hlaupið var ég svolítið svekt vegna þess að ég sá ekki bætingu en þetta er samt annar besti tíminn minn. Stefnan er að komast undir 55 sek. í 400m og undir 24 sek. í 200m,” sagði Eir Chang eftir keppni.

Hera keppti í kringlukasti og kastaði lengst 48,43 m. og varð hún því níunda í sínum kasthópi og sextánda í heildina. Aðeins fjórum sætum frá úrslitum.

“Það er mjög skemmtileg upplifun að komast og keppa á svona stóru móti einnig er þetta mjög góð reynsla fyrir komandi mót. Það er mjög gaman að hitta keppendur frá öðrum löndum sem maður er kannski ekki að hitta jafn oft á öðrum mótum. Mér leið mjög vel í upphitun og ágætlega í keppninni sjálfri en ég hitti því miður ekki á köstin í keppninni. Það var mjög svekkjandi að geta ekki sýnt fram á hvað ég á að geta gert en þetta fer allt í reynslubankann fyrir næstu ár. Framundan er uppbyggingartímabil fram yfir áramót og svo ætla ég að reyna að keppa á nokkrum mótum í febrúar/mars og svo eru einnig mörg mót framundan næsta sumar eins og til dæmis EM U23,” sagði Hera Christensen eftir keppni.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Stelpurnar hafa lokið keppni á HM U20

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit