Umsóknarform vegna vals í landslið Íslands í utanvegahlaupum og götuhlaupum

Penni

< 1

min lestur

Deila

Umsóknarform vegna vals í landslið Íslands í utanvegahlaupum og götuhlaupum

Langhlaupanefnd FRÍ velur reglulega landslið Íslands í utanvegahlaupum og stefnir einnig núna að því að velja í landsliðið í götuhlaupum fyrir EM í götuhlaupum vorið 2025.

Hingað til hefur verið óskað eftir umsóknum frá áhugasömum hlaupurum í gegnum tölvupóst en núna er búið að útbúa þetta fína umsóknarform sem er að finna á vef FRÍ.

Framundan eru tvö verkefni 2025 sem langhlaupanefnd hefur áhuga á að velja hlaupara í eða a.m.k kanna áhugann.

Evrópumótið í götuhlaupum 12.-13. apríl 2025 í Brussels / Leuven, Belgíu.

Keppt verður í 10 km, hálfu maraþoni og maraþoni. Langhlaupanefnd FRÍ stefnir að þátttöku í öllum vegalengdum í jöfnum kynjahlutföllum.

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum 25.-28. september 2025 í Canfranc, Spáni.

Keppt verður í „long trail“ ca. 70 km og „short trail“ ca. 45 km.  Langhlaupanefnd FRÍ stefnir að þátttöku í báðum vegalengdum í jöfnum kynjahlutföllum

Áhugasamir hlauparar eru hvattir til að fylla út umsóknarformið en það verður opið frá og með deginum í dag, 1. nóvember, og til og með 1. desember nk.

Samhliða þessum viljum við líka vekja athygli á valreglum í landsliðið í götuhlaupum, víðavangshlaupum og utanvegahlaupum, en þær má sjá hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Umsóknarform vegna vals í landslið Íslands í utanvegahlaupum og götuhlaupum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit