Valreglur í landslið

Landsliðsval í götuhlaupum (10km, hálft- og heilt maraþon)

Leiðbeiningar þessar og viðmið eru sett fram af Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, og er þeim ætlað að skilgreina þau viðmið sem hafa skal að leiðarljósi við val á einstaklingum til keppni í götuhlaupum fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.
Skipta má fyrirkomulaginu við val í tvennt; annars vegar þegar beiðni kemur frá stjórn FRÍ um að velja skuli einstaklinga eða lið til keppni fyrir hönd Íslands/FRÍ og hins vegar þegar beiðni kemur til FRÍ frá hlaupara/hlaupurum/liði um að fá að keppa undir merkjum Íslands/FRÍ.

  1. Ef stjórn FRÍ ákveður að senda skuli keppanda/keppendur á viðburð í götuhlaupum óskar stjórnin eftir því að Langhlaupanefnd FRÍ standi að slíku vali.
  2. Hlaupari sem óskar eftir að keppa fyrir hönd Íslands/FRÍ í hlaupi/hlaupum sem haldin eru á vegum sérsambanda í götuhlaupum, til dæmis á Norðurlanda-, Evrópu- (EAA) og heims-level (IAAF), skal senda skriflega beiðni með tölvupósti til Langhlaupanefndar FRÍ amk 8 vikum fyrir áætlaða keppni. Í beiðninni þarf að koma fram fullt nafn og kennitala hvers hlaupara, félag eða héraðssamband sem viðkomandi keppir fyrir á Íslandi. Hlaupari skal jafnframt tilgreina árangur í hlaupum síðastliðna 12 mánuði þ.e. keppnisstað, dagsetningu, tíma og árangur. Ef mögulegt er, að láta fylgja með hlekk inn á úrslit hlaupsins/hlaupanna sem um ræðir.

Við val á keppendum/liði styðst Langhlaupanefnd FRÍ við faglegt mat nefndarmanna, þar sem eftirfarandi viðmið=lágmörk eru höfð að leiðarljósi. Langhlaupanefnd FRÍ hefur þó heimild til að óska eftir áliti þriðja aðila meti nefndin að slíkt geti enn frekar stutt við faglegt mat sitt.

Langhlaupanefnd FRÍ skal almennt leggja eftirfarandi til grundvallar við val keppenda fyrir hönd Íslands/FRÍ:

1. Lágmörk til keppni:

Kyn10 kmHálfmaraþonMaraþon
Konur38:311:23:593:02:40
Karlar34:021:14:592:42:55

2. Hlaupari skal hafa náð viðkomandi viðmiðum innan almanaksárs. Langhlaupanefnd getur þó ákveðið lengri tímamörk til að ná viðmiðum ef svo ber undir. Viðmið í lið 1 hér að ofan útiloka þó ekki að hlaupari sem ekki hefur náð viðkomandi tímamörkum verði valinn. Til að sú verði raunin þarf þó að liggja fyrir árangur eða geta sem nefndin telur sambærilegan eða betri en skilgreindur er í lið 1.

3. Ef að hlaupari lendir í því að meiðast í aðdraganda þjálfunar fyrir keppni með landsliði skal hann hafa samband við Langhlaupanefndina og tilkynna stöðu mála með skriflegum hætti.

4. Langhlaupanefnd FRÍ er heimilt að tilgreina ákveðið hlaup sem úrtökumót við val á landsliði. Slíkt hlaup kæmi þá í staðinn fyrir almennar reglur um val hér að ofan (liður 1), að hluta eða í heild. Ef nota á önnur hlaup en Íslandsmeistaramótið til grundvallar skal FRÍ auglýsa slíkt með eins löngum fyrirvara og kostur er.

5. Við val á landsliði skal gæta hlutleysis í hvívetna. Ef nefndarmenn Langhlaupanefndar FRÍ koma sjálfir til greina í landslið skulu þeir víkja af fundi á meðan ákvörðun um val fer fram, hvort heldur varðandi viðmiðin/aðferðafræðina sem notuð eru/er eða við val á hlaupurum.

6. Langhlaupanefnd FRÍ tilnefnir einnig liðsstjóra landsliða og skal viðkomandi, í samráði við þjálfara og langhlaupanefnd FRÍ, meta hæfni landsliðsmanna til keppni m.t.t. meiðsla eða annara heilsufarsþátta sem hamlað geta þátttöku.

7. Að öðru leyti er vísað í lög og reglugerðir FRÍ.

Athugasemdir varðandi ofangreint skal senda með skriflegum hætti til Langhlaupanefndar FRÍ á netfangið langhlaupanefnd@fri.is.

Landsliðsval í víðavangshlaupum

Leiðbeiningar þessar og viðmið eru sett fram af Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, og er þeim ætlað að skilgreina þau viðmið sem hafa skal að leiðarljósi við val á einstaklingum til keppni í víðavangshlaupum fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.

Skipta má fyrirkomulaginu við val í tvennt; annars vegar þegar beiðni kemur frá stjórn FRÍ um að velja skuli einstaklinga eða lið til keppni fyrir hönd Íslands/FRÍ og hins vegar þegar beiðni kemur til FRÍ frá hlaupara/hlaupurum/liði um að fá að keppa undir merkjum Íslands/FRÍ.

  1. Ef stjórn FRÍ ákveður að senda skuli keppanda/keppendur á viðburð í víðavangshlaupi óskar stjórnin eftir því að Langhlaupanefnd FRÍ standi að slíku vali.
  2. Hlaupari sem óskar eftir að keppa fyrir hönd Íslands/FRÍ í hlaupi/hlaupum sem haldin eru á vegum sérsambanda í víðavangshlaupum, skal senda skriflega beiðni með tölvupósti til Langhlaupanefndar FRÍ amk 8 vikum fyrir áætlaða keppni. Í beiðninni þarf að koma fram fullt nafn og kennitala hlauparans, félag eða héraðssamband sem viðkomandi keppir fyrir á Íslandi. Hlaupari sem ekki hefur tekið þátt í víðavangshlauparöð Framfara skal jafnframt tilgreina árangur í hlaupum síðastliðna 12 mánuði þ.e. keppnisstað, dagsetningu, tíma og árangur. Ef mögulegt er, að láta fylgja með hlekk inn á úrslit hlaupsins/hlaupanna sem um ræðir.

Við val á keppendum/liði styðst Langhlaupanefnd FRÍ við faglegt mat nefndarmanna, þar sem eftirfarandi viðmið eru höfð að leiðarljósi. Langhlaupanefnd FRÍ hefur þó heimild til að óska eftir áliti þriðja aðila meti nefndin að slíkt geti enn frekar stutt við faglegt mat sitt.

Langhlaupanefnd FRÍ skal almennt leggja eftirfarandi til grundvallar við val keppenda fyrir hönd Íslands/FRÍ:

  1. Úrslit Íslandsmeistaramóts í víðavangshlaupum. Langhlaupanefnd FRÍ er heimilt að standa fyrir Íslandsmeistarmóti í víðavangshlaupi og nota árangur í slíku hlaupi sem grundvöll fyrir vali á landsliði. Ef halda á Íslandsmeistaramót skal það auglýst á sama tíma og önnur Íslandsmeistaramót í almenningshlaupum eða skv. lögum FRÍ um Íslandsmeistaramót.
  2. Viðmið í lið 1 hér að ofan útilokar þó ekki að hlaupari sem ekki hefur tekið þátt í Íslandsmótinu verði valinn. Til að sú verði raunin þarf þó að liggja fyrir árangur eða geta sem nefndin telur sambærilegan eða betri en skilgreindur er í lið 1. Þar getur nefndin t.d. horft til árangurs viðkomandi í götu- eða utanvegahlaupum, verulegar árangursbætingar og til annarra þátta sem réttlætt geta valið. Einnig þarf hlaupari að vera án alvarlegra meiðsla.
  3. Ef að hlaupari lendir í því að meiðast í aðdraganda þjálfunar fyrir keppni með landsliði skal hann hafa samband við Langhlaupanefndina og tilkynna stöðu mála með skriflegum hætti.
  4. Langhlaupanefnd FRÍ er heimilt að taka tillit til annnara víðavangshlaupa við val á landsliði, t.d. víðavangshlauparaðar Framfara. Slíkt hlaup eða hlaupasería kæmi þá í staðinn fyrir almennar reglur um val hér að ofan (liður 1), að hluta eða í heild. Ef nota á önnur hlaup en Íslandsmeistaramótið til grundvallar skal FRÍ auglýsa slíkt með eins miklum fyrirvara og kostur er.
  5. Við val á landsliði skal gæta hlutleysis í hvívetna. Ef nefndarmenn Langhlaupanefndar FRÍ koma sjálfir til greina í landslið skulu þeir víkja af fundi á meðan ákvörðun um val fer fram, hvort heldur varðandi aðferðafræðina sem notuð er eða við val á hlaupurum.
  6. Langhlaupanefnd FRÍ tilnefnir einnig liðsstjóra landsliða og skal viðkomandi, í samráði við langhlaupanefnd FRÍ, meta hæfni landsliðsmanna til keppni m.t.t. meiðsla eða annara heilsufarsþátta sem hamlað geta þátttöku.
  7. Valið á kvenna- og karlaliði skal fara fram eigi síðar en 28. október 2017 en á árunum á eftir eigi síðar en innan viku frá að Íslandsmóti eða síðasta Framfarahlaupi lýkur.
  8. Að öðru leyti er vísað í lög og reglugerðir FRÍ.

Athugasemdir varðandi ofangreint skal senda með skriflegum hætti til Langhlaupanefndar FRÍ á netfangið langhlaupanefnd@fri.is.

Landsliðsval í utanvega-og fjallahlaupum

Leiðbeiningar þessar og viðmið eru sett fram af Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, og er þeim ætlað að skilgreina þau viðmið sem hafa skal að leiðarljósi við val á einstaklingum til keppni í utanvega- og fjallahlaupum fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.

Skipta má fyrirkomulaginu við val í tvennt; annars vegar þegar beiðni kemur frá stjórn FRÍ um að velja skuli einstaklinga eða lið til keppni fyrir hönd Íslands/FRÍ og hins vegar þegar beiðni kemur til FRÍ frá hlaupara/hlaupurum/liði um að fá að keppa undir merkjum Íslands/FRÍ.

  1. Ef stjórn FRÍ ákveður að senda skuli keppanda/keppendur á viðburð í utanvega- eða fjallahlaupi óskar stjórnin eftir því að Langhlaupanefnd FRÍ standi að slíku vali.
  2. Hlaupari sem óskar eftir að keppa fyrir hönd Íslands/FRÍ í hlaupi/hlaupum sem haldin eru á vegum sérsambanda í utanvega- og fjallahlaupum, til dæmis IAAF, EAA, IAU, ITRA eða WMRA skal senda skriflega beiðni með tölvupósti til Langhlaupanefndar FRÍ fyrir 15. janúar ár hvert. Í beiðninni þarf að koma fram fullt nafn og kennitala hlauparans, félag eða héraðssamband sem viðkomandi keppir fyrir á Íslandi. Hlaupari sem ekki er skráður á afrekslista ITRA skal jafnframt tilgreina árangur í hlaupum síðastliðna 12 mánuði þ.e. keppnisstað, dagsetningu, tíma og árangur. Ef mögulegt er, að láta fylgja með hlekk inn á úrslit hlaupsins/hlaupanna sem um ræðir.

Við val á keppendum/liði styðst Langhlaupanefnd FRÍ við faglegt mat nefndarmanna, þar sem eftirfarandi viðmið eru höfð að leiðarljósi. Langhlaupanefnd FRÍ hefur þó heimild til að óska eftir áliti þriðja aðila meti nefndin að slíkt geti enn frekar stutt við faglegt mat sitt.

Langhlaupanefnd FRÍ skal almennt leggja eftirfarandi til grundvallar við val keppenda fyrir hönd Íslands/FRÍ:

  1. Staða hlaupara á afrekslista ITRA (International Trail Running Association). ITRA heldur utan um afrekslista þar sem hlauparar fá ákveðin stig á grundvelli árangurs í hinum ýmsu utanvega- og fjallahlaupum. Nokkur íslensk hlaup geta gefið stig en alls ekki öll. Afrekslistinn er aðgengilegur á http://www.i-tra.org/. Langhlaupanefnd styðst við þennan lista við val á landsliði samkvæmt eftirfarandi viðmiðum:
    1. Efstu konur sem náð hafa 570 stigum og efstu karlar sem náð hafa 700 stigum á almenna listanum (General ranking) koma sérstaklega til greina sem keppendur fyrir hönd Íslands/FRÍ í utanvega- og fjallahlaupum.
    2. Æskilegt er að hlaupari hafi tekið þátt í utanvegahlaupi sem gefur ITRA stig á síðustu 12 mánuðum fyrir valið.
  2. Viðmið í lið 2 hér að ofan útiloka þó ekki að hlaupari með færri stig eða án stiga verði valinn. Til að sú verði raunin þarf þó að liggja fyrir árangur eða geta sem nefndin telur sambærilegan eða betri en skilgreindur er í lið 2. Þar getur nefndin t.d. horft til árangurs viðkomandi í utanvegahlaupum sem ekki eru á afrekslista ITRA eða í almenningshlaupum, verulegar árangursbætingar og til annarra þátta sem réttlætt geta valið. Einnig þarf hlaupari að vera án alvarlegra meiðsla.
  3. Ef að hlaupari lendir í því að meiðast í aðdraganda þjálfunar fyrir keppni með landsliði skal hann hafa samband við Langhlaupanefndina og tilkynna stöðu mála með skriflegum hætti.
  4. Langhlaupanefnd FRÍ er heimilt að standa fyrir Íslandsmeistarmóti í utanvegahlaupum og nota árangur í slíku hlaupi sem grundvöll fyrir vali á landsliði. Slíkt hlaup kæmi þá í staðinn fyrir almennar reglur um val hér að ofan (liður 2). Ef halda á Íslandsmeistaramót skal það auglýst á sama tíma og önnur Íslandsmeistaramót í almenningshlaupum eða skv. lögum FRÍ um Íslandsmeistaramót. Þrjár efstu konur og þrír efstu karlar í slíku hlaupi mynda þá landslið Íslands í utanvega- og fjallahlaupum.
  5. Við val á landsliði skal gæta hlutleysis í hvívetna. Ef nefndarmenn Langhlaupanefndar FRÍ koma sjálfir til greina í landslið skulu þeir víkja af fundi á meðan ákvörðun um val fer fram, hvort heldur varðandi aðferðafræðina sem notuð er eða við val á hlaupurum.
  6. Langhlaupanefnd FRÍ tilnefnir einnig liðsstjóra landsliða og skal viðkomandi, í samráði við langhlaupanefnd FRÍ, meta hæfni landsliðsmanna til keppni m.t.t. meiðsla eða annara heilsufarsþátta sem hamlað geta þátttöku.
  7. Valið á kvenna- og karlaliði skal fara fram eigi síðar en 1. febrúar 2017 en á árunum á eftir eigi síðar en 15. janúar.
  8. Að öðru leyti er vísað í lög og reglugerðir FRÍ.

Athugasemdir varðandi ofangreint skal senda með skriflegum hætti til Langhlaupanefndar FRÍ á netfangið langhlaupanefnd@fri.is.

Nánari fyrirspurnir

Deila

Valreglur í landslið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit