MÍ 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram um helgina, 6.-7. mars. Mótið fer fram í Kaplakrika og eru yfir 300 krakkar skráðir til leiks frá átján félögum víðsvegar af landinu. Þessu móti var frestað í tvígang í fyrra, fyrst vegna veðurs svo vegna veirunar og þurfti á endanum að hætta við það. Skarphéðinsmenn unnu heildarstigakeppnina fyrir tveimur árum og hafa unnið hana innanhúss síðan 2013. 

Áfram gildir að áhorfendur eru ekki leyfðir.

Tímaseðil og úrslit mótsins má finna hér.