Hleðsluhlaupið 2024

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hleðsluhlaupið 2024

Hleðsluhlaupið fer fram fimmtudaginn 29. ágúst við Víkina í Fossvogi. Keppt verður bæði í 5 km og 10 km hlaupi og hefst hlaupið kl. 19:00. Hlaupaleiðin er hringur í Fossvogsdalnum. Einn hringur er 5 km og tveir hringir eru 10 km. Hlaupið verður vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Í ár verða í fyrsta sinn verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu sætin í báðum vegalengdum og í lok hlaups er boðið upp á veglegt kökuhlaðborð í Víkinni.

Forskráning fer fram á netskráning.is fram að hlaupi þann 29. ágúst en einnig fer skráning fram á keppnisdegi í Víkinni frá kl. 16.00-18.00. Hlaupagögn verða afhent í íþróttasalnum í Víkinni á hlaupadegi, fimmtudaginn 29. ágúst frá kl. 16.00 – 18.30.

Skráning og nánari upplýsingar um hlaupið er að finna hér.

Nokkur vottuð götuhlaup eru framundan. Ávallt er hægt að nálgast upplýsingar um vottuð hlaup hér: FRÍ Vottuð götuhlaup – Yfirlit – Frjálsíþróttasamband Íslands (fri.is)

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hleðsluhlaupið 2024

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit