Úrslit götuhlaupa eru ekki viðurkennd til afreka og þar með skráningu á afrekaskrá nema að uppfylltum skilyrðum reglugerðar Frjálsíþróttasambands Íslands um framkvæmd götuhlaupa. Reglugerð um framkvæmd götuhlaupa tók gildi 2018 og var m.a. ætlað að staðla og auka gæði götuhlaupa sem viðurkennd eru til skráningar í afrekaskrá FRÍ.
Eftirfarandi götuhlaup hafa verið framkvæmd samkvæmt reglugerðinni og staðfest af dómara úthlutað af FRÍ auk þess inniheldur listinn upplýsingar um hlaup hafa farið í gegnum umsóknarferlið og verða endanlega staðfest að lokinni framkvæmd þ.e. þegar skýrsla dómara liggur fyrir.
Athugið að hlaup sem hafa stöðuna “í vinnslu” eru ekki enn komin á afrekaskrá en unnið er að því að koma þeim inn. Ábendingar um götuhlaup sem vantar á listann skal senda á langhlaupnefnd@fri.is og láta fylgja með umsóknina/tölvupóst til staðfestingar auk dómaraskýrslu.
Viðburður | Dagssetning | Vegalengd | Afrekaskrá |
---|---|---|---|
Miðnæturhlaupið | 23.06.22 | 5 km | Ekki hafið |
Miðnæturhlaupið | 23.06.22 | 10 km | Ekki hafið |
Miðnæturhlaupið | 23.06.22 | 21,1 | Ekki hafið |
Víðavangshlaup ÍR. Meistaramót (MÍ) | 21.04.22 | 5 km | Skráð |
Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara (MÍ) | 23.10.21 | 21,1 km | Í vinnslu |
Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara (MÍ) | 23.10.21 | 42,2 km | Í vinnslu |
Akureyrarhlaup UFA. Meistaramót (MÍ) | 01.07.21 | 10 km | Í vinnslu |
Víðavangshlaup ÍR. Meistaramót (MÍ) | 13.05.21 | 5 km | Skráð |
Akureyrarhlaup UFA. Meistaramót (MÍ) | 02.07.20 | 10 km | Í vinnslu |
Víðavangshlaup ÍR. Meistaramót (MÍ) | 18.09.20 | 5 km | Í vinnslu |
Gamlárshlaup ÍR | 31.10.19 | 10 km | Í vinnslu |
Fossvogshlaupið – Víkingur | 29.08.19 | 5 km | Í vinnslu |
Fossvogshlaupið – Víkingur | 29.08.19 | 10 km | Í vinnslu |
Akureyrarhlaup UFA. Meistaramót (MÍ) | 04.07.19 | 21,1 km | Í vinnslu |
Víðavangshlaup ÍR. Meistaramót (MÍ) | 25.04.19 | 5 km | Í vinnslu |
Gamlárshlaup ÍR | 31.10.18 | 10 km | Í vinnslu |
Akureyrarhlaup UFA. Meistaramót (MÍ) | 05.07.18 | 10 km | Í vinnslu |
Fjölnishlaupið – Fjölnir. Meistaramót (MÍ) | 10.05.18 | 10 km | Skráð |
Víðavangshlaup ÍR. Meistaramót (MÍ) | 19.04.18 | 5 km | Skráð |