00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Hjartardagshlaupið

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hjartardagshlaupið

Laugardaginn 21. september fer Hjartadagshlaupið fram í Kópavogi. Hlaupið er frá Kópavogsvelli en hlaupið er út Kársnes og til baka í mark inn á Kópavogsvöll. Boðið verður uppá 5 og 10 km hlaup og verða þau bæði ræst kl. 10:00. Drykkjarstöð verður á miðri hlaupaleið og eftir 5 km og við endamark. Hlaupaleiðin hefur fengið löglega mælingu. 

  • 10 km hlaup kostar 5.000 kr
  • 5 km hlaup kostar 3.000 kr
  • Börn 15 ára og yngri fá frítt í hlaupið. 
  • Innifalið í þátttöku er miði í sund í sundlaugum Kópavogs.

Verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hlaupunum tveimur og vegleg útdráttarverðlaun.
Verðlaunaafhending fer fram strax að hlaupi loknu.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 19. september kl. 23:00 og fer eingöngu fram hér á netskraning.is. Ekki er hægt að skrá sig á staðnum og aðeins eru 400 númer í boði. Hlaupagögn verða afhent í versluninni Hlaupár í Fákafeni 11 milli kl. 11 og 18 til 20. september. ATH að ekki verður hægt að sækja keppnisgögn á hlaupdag.

Niðurstöður eftir hlaupið má finna á timataka.is

ÞÁTTTAKENDUR ERU HVATTIR TIL AÐ KLÆÐAST RAUÐU.
Hjartadagshlaupið er haldið í tilefni Alþjóðlegs hjartadags sem haldinn er í yfir 120 löndum á hverju ári. Markmið Hjartadagsins, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf.

Nokkur vottuð götuhlaup eru framundan. Ávallt er hægt að nálgast upplýsingar um vottuð hlaup hér: FRÍ Vottuð götuhlaup – Yfirlit – Frjálsíþróttasamband Íslands (fri.is)

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hjartardagshlaupið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit