Keppni á Norðurlandameistaramóti U20 ára hefst á morgun í Danmörku. Ísland og Danmörk tefla fram sameiginlegu liði og eigum við tíu keppendur frá Íslandi. Lið Íslands og Danmerkur keppir gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Það eru tveir einstaklingar í grein frá hverri þjóð og er stigakeppni í stúlkna- og piltaflokki. Einnig er heildarstigakeppni. Heimasíðu mótsins er að finna hér. Úrslit í rauntíma má finna hér.
Dagskrá íslensku keppendana:
*Tímasetningarnar eru á dönskum tíma (tveimur tímum á undan)
Laugardagur
Júlía Kristín Jóhannesdóttir | 100m grind | 14:15
Marsibil Þóra Í. Hafsteinsdóttir I Hástökk I 14:25
Daníel Breki Elvarsson I Spjótkast I 15:35
Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson | Langstökk | 16:30
Eir Chang Hlésdóttir I 400m I 16:40
Hera Christensen | Kringlukast | 16:50
Sunnudagur
Birna Jóna Sverrisdóttir I Sleggjukast I 11:00
Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson | Þrístökk | 11:10
Grétar Björn Unnsteinsson I Stangastökk I 12:05
Sara Kristín Lýðsdóttir I Þrístökk I 13:10
Hekla Magnúsdóttir I Kúluvarp I 13:30