Miðnæturhlaup Suzuki, sem fram fer fimmtudaginn 20. júní nk., verður vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) eins og verið hefur undanfarin ár.
Fulltrúar Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) hafa að undanförnu unnið að því að tryggja vottun FRÍ. FRÍ hefur nú staðfest að hlaupið verður vottað.
ÍBR og FRÍ hvetja hlaupara til þátttöku í þessum viðburði sem er sannarlega einn af hápunktum hlaupasumarsins á Íslandi.
ÍBR og FRÍ munu áfram vinna að útfærslu á vottun hlaupaviðburða ÍBR til framtíðar.
Hlekkur á skráningu og verðskrá má finna hér.