Í kvöld fer fram Akureyrarhlaup UFA sem er einnig Meistaramót Íslands í hálfu maraþoni. Boðið er upp á 5 km, 10 km og hálft maraþon. Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og meðfram ströndinni í átt að flugvellinum svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka. Það er enn hægt að skrá sig í hlaupið. Skráning fer fram í dag í World Class milli kl. 16.00 og 18.30. Ef ekki er búið að ná í keppnisgögn er hægt að gera það í World Class við Strangdötu kl. 16:00-19:00 á keppnisdag. Úrslit verða birt á vefnum timataka.is strax að loknu hlaupi og síðar í afrekaskrá FRÍ.
Heimafólkið Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) urðu Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni á síðasta ári og settu þau bæði brautarmet. Baldvin var á tímanum 1:08:48 og Sigþóra á 1:20:43.
Dagskrá á hlaupadag
17.00-19.00 | Afhending keppnisgagna í World Class (Tekið við nýskráningum til kl. 18.30) |
19.00 | Fyrri ræsing í hálfmaraþoni – hlauparar sem reikna með að vera lengur en 1:50:00 að hlaupa |
19.30 | Seinni ræsing í hálfmaraþoni – hlauparar sem reikna með að vera fljótari en 1:50:00 að hlaupa |
20.05 | Ræsing í 5 og 10 km hlaupi |
20.20-22.00 | Hauparar koma í mark. Veitingar í boði á marksvæði og hægt að fara í sturtu í World Class |
22:00 | Tímatöku lýkur |
21.30-22.00 | Verðlaunaafhending |