Meistaramót Íslands í víðavanghlaupum á laugardaginn

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands í víðavanghlaupum á laugardaginn

Þá fer að koma að lokaviðburði víðavangshlaupanna þetta haustið, en það er Meistaramót Íslands í víðavanghlaupum sem fer fram núna á laugardaginn, 19. október, í Laugardalnum. Hlaupinn er 1,5 km hringur, mestmegnis á grasi en að nokkru leyti á möl. Start og mark er á miðju tjaldsvæðinu í Laugardal og hlaupið í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt.

Skráning í hlaupið fer fram hér og er hægt að skrá sig þar til klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ekkert skráningargjald er fyrir 12 ára og yngri og kostar 1500 kr fyrir 13 ára og eldri.

KeppnisflokkarVegalengd (u.þ.b.)Ræsing
Piltar og stúlkur 12 ára og yngri1,5 km (1 hringur)Kl. 10:00
Piltar og stúlkur 13-14 ára1,5 km (1 hringur)Kl. 10:15
Piltar og stúlkur 15-17 ára3 km (2 hringir)Kl. 10:30
Piltar og stúlkur 18-19 ára6 km (4 hringir)Kl. 11:00
Karlar og konur 20 ára og eldri9 km (6 hringir)Kl. 11:00

Fyrstu þrír í hverjum flokki vinna til verðlauna. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir sveitakeppni, þar sem fyrstu þrír í mark í hverjum flokki teljast til sveitar. Hvetjum félögin eindregið til að vera með sveitir í hlaupinu. Til að eiga tilkall til verðlauna þá verða hlauparar að vera skráðir í aðildarfélag FRÍ. Það sama á við hvað félagsbúninga varðar, þ.e. að gerð er krafa um félagsbúninga hjá þeim sem lenda í verðlaunasætum.

Sjáum vonandi sem flest í hlaupagír á laugardaginn í Laugardalnum.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands í víðavanghlaupum á laugardaginn

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit