Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram á laugardaginn

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram á laugardaginn

Núna á laugardaginn, 26. október, fer Meistaramót Íslands í maraþoni fram og í ár verður það partur af Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara. Maraþonið verður ræst neðst í Elliðaárdalnum og er svo hlaupið í fallegu umhverfi eftir helstu stígum Reykjavíkur. Hægt er að sjá kort af hlaupaleiðinni hér.

Keppt er um titilinn Íslandsmeistari í kvenna-og karlaflokki, og auk þess gefst tækifæri til þess að bæta í hnappagatið Íslandsmeistaratitli í aldursflokki. Keppt er um Íslandsmeistaratitla í flokknum 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára, 70-79 ára, 80-89 ára og 90 ára eldri. 

Athygli er vakin á að einungis íslenskir ríkisborgarar sem eru skráðir í aðildarfélag innan FRÍ geta orðið Íslandsmeistarar og/eða Íslandsmeistarar í aldursflokki. Þátttakendur sem stefna á sigur eru hvattir til þess að huga að því að vera skráðir í aðildarfélag og að klæðast aðildabúningi á keppnisdegi.

Hægt verður að nálgast keppnisgögn í verslun Sport24 í Garðabæ frá og með mánudeginum 21. október. Keppnisgögn eru einnig afhent við rásmarkið fyrir hlaup. Vinsamlegast mætið tímalega.

Forskráningu lýkur kl. 18 föstudaginn 25. október og fer skráningin fram hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram á laugardaginn

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit