Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina

Á morgun, föstudaginn 20. júní, hefst Meistaramót Íslands 15-22 ára á ÍR-vellinum í Breiðholti og stendur það alla helgina. Rétt um 200 keppendur eru skráðir til leiks frá 20 félögum um allt land og því má búast við skemmtilegu móti. Í fyrra var það lið HSK/Selfoss sem sigraði stigakeppni félagsliða á MÍ 15-22 ára.

Þrjú af þeim fjórum sem kepptu á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum um síðastliðna helgina eru skráð til leiks núna um helgina. Ísold Sævarsdóttir (FH) keppir í spjótkasti og kúluvarpi í flokki 18-19 ára stúlkna, María Helga Högnadóttir (FH) keppir í kúluvarpi 20-22 ára stúlkna og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (Selfoss) keppir í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti 16-17 ára pilta.

Ísold og María Helga eru einnig að fara í landsliðsverkefni í næstu viku, en þær eru í landsliðinu sem mun keppa á Evrópubikar í Maribor í Slóveníu í næstu viku.

Eins eru sex aðrir landsliðsmenn sem munu keppa á Evrópubikar í næstu viku að fara að keppa á MÍ núna um helgina. Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) keppir í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára stúlkna, Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) keppir í 800 m og 1500 m hlaupi í flokki 20-22 ára stúlkna, Hera Christensen (FH) keppir í kringlukasti og sleggjukasti í flokki 20-22 ára stúlkna, Arndís Diljá Óskarsdóttir (FH) keppir í spjótkasti í flokki 20-22 ára stúlkna, Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) keppir í 110 m grindahlaupi í flokki 20-22 ára pilra og Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) keppir í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára pilta.

Einnig eru skráð á mótið ungt og mjög efnilegt frjálsíþróttafólk sem hefur verið að bæta aldursflokkamet undanfarnar vikur og mánuði. Bryndís Embla Einarsdóttir (Selfoss) bætti aldursflokkametið í spjótkasti (500 g) í flokki 16-17 ára stúlkna í lok maí þegar hún kastaði 46,32 m, en á MÍ mun hún keppa í 6 greinum, 100 m hlaupi, 100 grindahlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti. Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) hefur bætt hvert aldursflokkametið á fætur öðru að undanförnu og núna í lok maí bætti hann metið í kúluvarpi (5 kg) í flokki pilta 16-17 ára þegar hann kastaði 18,20 m og mun hann keppa í kúluvarpi og kringlukasti núna um helgina. Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) bætti aldursflokkametið í 5 km götuhlaupi í síðustu viku í flokki 16-17 ára þegar hann hljóp á 15:39 mín og er hann skráður í 800 m, 1500 m og 3000 m hlaup um helgina.

Þessi ofangreind eru bara örfá nöfn úr þeim stóra og flotta hópi sem mun keppa um helgina, en heildar keppendalistann má sjá hér.

Tímaseðilinn má sjá hér.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit