Evrópubikar landsliða (3. deild) fer fram dagana 24.-25. júní nk. í Maribor í Slóveníu og keppir Ísland í 3. deild í ár ásamt 14 öðrum landsliðum. Deildirnar í Evrópubikar eru þrjár og komast þrjú efstu liðin úr 3. deild upp um deild og keppa þá í 2. deild á næsta Evrópubikar. Evrópubikar er stigakeppni þar sem hvert og eitt land má senda einn keppanda í hverja grein. Íslenska liðið í ár samanstendur af 33 íþróttamönnum, 16 körlum og 17 konum.
| Karlar | Grein | Konur |
|---|---|---|
| Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH | 100m | Eir Chang Hlésdóttir, ÍR |
| Kristófer Þorgrímsson, FH | 200m | Eir Chang Hlésdóttir, ÍR |
| Sæmundur Ólafsson, ÍR | 400m | Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR |
| Daði Arnarson, Fjölnir | 800m | Aníta Hinriksdóttir, FH |
| Baldvin Þór Magnússon, UFA | 1500m | Embla Margrét Hreimsdóttir, FH |
| Baldvin Þór Magnússon, UFA | 5000m | Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR |
| Þorleifur Einar Leifsson, Breiðablik | 110m/100m grind | Júlía Kristín Jóhannesdóttir, Breiðablik |
| Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR | 400m grind | Ingbjörg Sigurðardóttir, ÍR |
| Hlynur Andrésson, ÍR | 3000m hindrun | Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR |
| Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson, Fjölnir | Hástökk | Birta María Haraldsdóttir, FH |
| Daníel Ingi Egilsson, FH | Langstökk | Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik |
| Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson, Fjölnir | Þrístökk | Irma Gunnarsdóttir, FH |
| Gunnar Eyjólfsson, FH | Stangarstökk | Karen Sif Ársælsdóttir, Breiðablik |
| Sigursteinn Ásgeirsson, ÍR | Kúluvarp | Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR |
| Mímir Sigurðsson, FH | Kringlukast | Hera Christensen, FH |
| Sindri Hrafn Guðmundsson, FH | Spjótkast | Arndís Diljá Óskarsdóttir, FH |
| Hilmar Örn Jónsson, FH | Sleggjukast | Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, ÍR |
| Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH), Kristófer Þorgrímsson (FH), Arnar Logi Brynjarsson (ÍR), Sveinbjörn Óli Svavarsson (UMSS), Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) | 4x100m | María Helga Högnadóttir (FH), Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik), Ísold Sævarsdóttir (FH), Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) |
| Sæmundur Ólafsson (ÍR), Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) | 4x400m mixed | Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR), Ísold Sævarsdóttir (FH) |
Fyrirliðar íslenska liðsins eru þau Erna Sóley Gunnarsdóttir og Guðni Valur Guðnason.
Aðstoðarfyrirliðar eru Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon.