Íþróttaakademía Íslands stendur fyrir sumarnámskeiðum á laugarvatni í samstarfi við UMFÍ. Í ár verður í fyrsta skiptið boðið upp á námskeið í frjálsum íþróttum fyrir krakka fædd 2007-2011.
Á námskeiðinu er gist í uppábúnum rúmum, fullu fæði þar sem áhersla er lögð á góðu umhverfi til æfinga og fræðslu auk skemmtunar. Tvær æfingar daglega ásamt fyrirlestrum, sundlaugapartý, bubblubolti, kayak, crazy cars og margt fleira.
Umsjónarmaður frjálsíþróttanámskeiðsins er Melkorka Rán Hafliðadóttir, nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á www.iai.is eða iai@iai.is
