Næstkomandi miðvikudag, 22. janúar, er fyrsta hlaupið í hlaupaseríu Hlaupahóps FH og 66°N, en hlaupaserían verður haldin í janúar, febrúar og mars. Hlaupin eru vottuð af FRÍ.
Um er að ræða 5 km hlaup um Hafnarfjörðinn. Startið er á stíg gegnt íþróttahúsinu í Strandgötu, og er leiðin nokkuð flöt og því ákjósanleg til bætinga.
Eins og fyrr segir er fyrsta hlaup seríunnar 22. janúar nk., annað hlaupið verður miðvikudaginn 26. febrúar og það þriðja miðvikudaginn 26. mars.
Öll hlaupin hefjast kl. 19:00.
Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá inn á netskraning.is, og þar fer skráning einnig fram.