Fjölskylduhlaup TM og FRÍ laugardaginn 24. maí nk.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fjölskylduhlaup TM og FRÍ laugardaginn 24. maí nk.

Laugardaginn 24. maí nk. fer Fjölskylduhlaup TM og FRÍ fram í Elliðaárdalnum.

Þetta er í annað sinn sem TM og FRÍ halda fjölskylduhlaupið, en fyrsta hlaupið var haldið í október sl. og heppnaðist ofsalega vel og erum við mjög spennt fyrir komandi hlaupi.

Hlaupin er falleg og skemmtileg 1500 m leið um skógarstígana í Elliðaárdal, sem börn og fjölskyldur þeirra geta hlaupið saman og gert sér glaðan dag.

Þátttaka stendur öllum til boða og er gjaldfrjáls. Mikilvægt er að skrá börnin til þátttöku, en ekki þarf að skrá þann fullorðna sem hleypur með þeim. Forskráningu lýkur klukkan 18:00 föstudaginn 23. maí, en skráning fer fram á netskraning.is.

Öll börn fá þátttökuglaðning og hressingu eftir hlaup.

Aðstaða fyrir hlaupið verður við Hitt húsið og verður upphitun á grassvæðinu þar fyrir framan og er hlaupið svo ræst við brúna við hliðina á gömlu Toppstöðinni.

VÆB strákarnir mæta á svæðið klukkan 11 og taka nokkur lög og stýra upphitun og hlaupið hefst svo klukkan 11:15.

Hægt verður að sækja hlaupanúmer í H verslun sem staðsett er á Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík, frá og með mánudeginum 19. maí og til og með föstudeginum 23. maí. H verslun veitir 20% afslátt í versluninni þegar númerin eru sótt. Opnunartími H verslunar er frá klukkan 10:00 til 18:00 á virkum dögum.

Einnig verður hægt að sækja númer í Hinu húsinu á hlaupdag, en hvetjum sem flest að vera búin að sækja númerin fyrir hlaupdag.

Sjáumst hress og kát í Elliðaárdalnum laugardaginn 24. maí nk.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fjölskylduhlaup TM og FRÍ laugardaginn 24. maí nk.

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit