Elísabet og Guðrún á NCAA

Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet og Guðrún á NCAA

Þær Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og Guðrún Karítast Hallgrímsdóttir (ÍR) keppa í sleggjukasti á Bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA outdoor Championships) sem fram fer í Hayward Field í Eugene, Oregon á morgun, 6. júní. Sleggjukast kvenna hefst kl. 15:00 á staðartíma (22:00 á íslenskum tíma). Báðar eru þær í kasthópi tvö, Elísabet er með besta árangurinn í NCAA á þessu tímabili og Guðrún með fjórða besta árangurinn.

Elísabet er búin að standa sig vel í ár. Í byrjun tímabilsins bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti þegar hún kastaði 69,11 m. á UTSA Invitational í San Antonio í Texas. Tveimur vikum seinna bætti hún metið aftur þegar hún kastaði 70,33 m. á Bobcat Invitational í Texas.

Guðrún byrjaði árið vel en hún bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti í þrígang. Í dag er metið hennar 22,44 m. Einnig átti hún Íslandsmetið í sleggjukasti í nokkrar mínútur í byrjun sumars en á Bobcat Invitational kastaði hún sleggjunni 69,76 m. og bætti þar með Íslandsmet Elísabetar um 65 cm. en Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmet sitt þar sem hún kastaði 70,33 m. í sjöttu umferð.

Hægt er að sjá startlistann hér.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.


Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet og Guðrún á NCAA

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit