Bikarkeppnir FRÍ um helgina í Kaplakrika

Penni

3

min lestur

Deila

Bikarkeppnir FRÍ um helgina í Kaplakrika

Þá fer að koma að hinum hápunkti innanhússtímabilsins í frjálsíþróttum sem er Bikarkeppni FRÍ. Bikarkeppnin í ár fer fram í Kaplakrika núna á laugardaginn 1. mars. Þangað mætir að sjálfsögðu flest okkar besta frjálsíþróttafólk og má búast við skemmtilegri keppni eins og Bikarkeppnin jafnan er.

FH-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar bæði innanhúss og utanhúss og það mun koma í ljós seinni partinn á laugardag hvort þau verji titil sinn. Í ár verða 10 lið sem taka þátt í Bikarkeppni FRÍ:

  • Ármann (aðeins karlalið)
  • Breiðablik
  • FH – A lið
  • FH-B lið
  • Fjölnir/UMSS
  • HSK/Selfoss
  • ÍR – A lið
  • ÍR – B lið
  • UFA/HHF/KATLA
  • UFA – B lið

Meðal keppenda í ár má m.a. nefna neðangreint íþróttafólk.

Nýjasti Íslandsmethafinn í frjálsíþróttum Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) mætir á hlaupabrautina og er hún skráð í 60 m hlaupið og 400 m hlaupið og verður gaman að sjá hvað hún gerir á laugardaginn, enda í hörkuformi og nýskrýndur Íslandsmeistari í báðum greinum. Hún bætti sig í 60 m á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi þar sem hún hljóp 7,53 sek. Hennar besti tími í 400 m er frá því á RIG í janúar sl. þegar hún hljóp á 54,70 sek. Eins og áður þá má búast við spennandi keppni í 60 m hlaupi kvenna milli Eirar og Maríu Helgu Högnadóttir (FH), en hún á best á tímabilinu 7,57 frá því í desember sl.

60 m hlaup kvenna er kl. 14:10

400 m hlaup kvenna er kl. 15:40

Daníel Ingi Egilsson (FH) keppir í langstökki um helgina, en hann er einn þriggja íslenksra keppenda sem keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í næstu viku. Daníel varð Íslandsmeistari í langstökki á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi. En hans besti árangur innanhúss er frá því fyrr á árinu þegar hann stökk 7,63 m á stökkmóti í Póllandi.

Langstökk karla er kl. 13:55

Irma Gunnarsdóttir (FH) er skráð í langstökk og þrístökk um helgina, líkt og á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi þar sem hún sigraði báðar greinarnar. Hún átti virkilega góðar stökkseríur um síðustu helgi, þannig að það verður gaman að sjá hvað hún gerir á laugardaginn. Í langstökkinu stökk hún besta stökk sitt á tímabilinu þegar hún stökk 6,36 m og í þrístökkinu var hún aðeins 5 cm frá eigin Íslandsmeti. Irma greinilega í flottu formi þessa dagana.

Langstökk kvenna er kl. 13:00

Þrístökk kvenna er kl. 14:50

Það verður virkilega spennandi að fylgjast með Grétari Birni Unnsteinssyni (Fjölnir) í stangarstökkinu en hann er á mikilli siglingu þessa dagana. Hann stórbætti sig á Meistaramóti Íslands 15-22 um þarsíðustu helgi þegar hann stökk 4,61 m og um síðustu helgi á Meistaramóti Íslands átti hann stógóðar tilraunir á 4,71 m. En sú hæð er þriðji besti árangur í stangarstökki í flokki 18-19 ára.

Stangarstökk karla er kl. 13:30

Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) keppir í 60 m grindahlaupi. 60 m hlaupi og langstökki um helgina. En hann átti frábært grindahlaup um síðustu helgi á Meistaramóti Íslands þar sem hann hljóp á 8,08 sek, og varð hann Íslandsmeistari í greininni, sem er annar besti tíminn í sögunni innanhúss. Þessi tími var bæting um 17 sekúndubrot og þessi frábæri tími hans er aðeins 10 sekúndubrotum frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar sem er 7,98 sek.

60 m grindahlaup karla er kl. 13:30

Búast má við mjög spennandi 60 m hlaupi karlamegin þar sem skráðir eru til leiks fyrstu þrír frá því á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi. Gylfi Ingvar Gylfason (FH), Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) og Þorsteinn Pétursson (Ármann). Besti tími Gylfa á tímabilinu er 6,95 sek frá því á RIG í janúar sl., Arnar Logi á best 7,01 sek frá því um síðustu helgi og besti tími Þorsteins er 7,02 frá því á Meistaramóti Íslands 15-22 ára um þarsíðustu helgi.

60 m hlaup karla er kl. 14:00

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) mætir að sjálfsögðu í kúluvarpshringinn um helgina, en hún er ein þriggja íslenskra keppenda sem á keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í næstu viku. Erna Sóley varð Íslandsmeistari um síðustu helgi á nýju mótsmeti þegar hún kastaði 17,41 m.

Kúluvarp kvenna er kl. 14:10

Keppendalista, tímaseðil og úrslit má sjá hér.

Bikarkeppni 15 ára og yngri

Bikarkeppni 15 ára og yngri fer einnig fram á laugardaginn í Kaplakrika og eru þar 11 lið skráð til keppni.

  • Afturelding
  • Ármann
  • Breiðablik
  • Dímon
  • FH
  • Fjölnir
  • HHF
  • HSK/Selfoss
  • ÍR – A lið
  • ÍR – B lið
  • UFA/Norður

Ríkjandi bikarmeistarar innanhúss er ÍR, þannig að það verður spennandi að sjá hvort að þau verji titil sinn í ár.

Keppendalista, tímaseðil og úrslit má sjá hér.

Penni

3

min lestur

Deila

Bikarkeppnir FRÍ um helgina í Kaplakrika

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit