Aukakrónuhlaup Ármanns – Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Aukakrónuhlaup Ármanns – Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi

Miðvikudaginn 2. júlí nk. fer Aukakrónuhlaup Ármanns fram í Reykjavík. Um er að ræða FRÍ vottað 10 km götuhlaup, sem hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut.

Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi fer fram samhliða Aukakrónuhlaupi Ármanns. Allir skráðir þátttakendur hlaupinu eru sjálfkrafa skráðir þátttakendur í Íslandsmeistaramótinu. Athugið þó að einungis íslenskur ríkisborgari skráður í aðildarfélag FRÍ getur orðið Íslandsmeistari og átt tilkall til verðlauna. Ekki er gerð krafa um að yngri en 18 ára séu skráð í aðildarfélag. Einnig er gerð krafa um félagsbúning, þannig að við hvetjum öll sem ætla að keppa um Íslandsmeistaratitil í sínum aldursflokki að mæta í félagsbúning í hlaupið.

Flott verðulaun verða í boði fyrir fyrstu þrjú sætin í hlaupinu sem og fyrsta sæti í hverjum aldursflokki.

Nánari upplýsingar um hlaupið, hlaupaleiðina, verðlaun og skráningu er að finna inn á netskraning.is.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Aukakrónuhlaup Ármanns – Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit