Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi

Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi fór fram í gær, á sumardaginn fyrsta, samhliða Víðavangshlaupi ÍR. Það voru hvorki meira né minna en um 800 hlauparar sem hlupu í fallegu sumarveðri í miðbæ Reykjavíkur og ár var boðið upp á nýja hlaupaleið.

Það voru Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) og Arnar Pétursson (Breiðablik) sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar.

Andrea hljóp á 16:29 mínútum, sem er aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni, sem er 16:27 mínútur frá því í Víðavangshlaupi ÍR árið 2023. Flottur tími hjá henni Andreu. Önnur í kvennaflokki var Elísa Kristinsdóttir (Höttur) sem hljóp á 18:07 mínútum og þriðja var Íris Anna Skúladóttir (FH) sem hljóp á 18:12 mínútum.

Fyrstu þrjár konurnar í Meistaramóti Íslands í 5 km hlaupi, Andrea Kolbeinsdóttir, Elísa Kristinsdóttir og Íris Anna Skúladóttir.

Arnar hljóp á 15:33 mínútum. Annar í karlaflokki var Jökull Bjarkason (ÍR) en hann kom í mark á 15:40 mínútum, sem er bæting um 4 sekúndur en hann átti best 15:44 mínútur frá því í Víðavangshlaupi ÍR árið 2023. Stefán Pálsson (Ármann) var svo þriðji á tímanum 15:46 mínútum, sem engin smá bæting hjá honum en hans besti tími var 17:27 mínútur frá því í Akureyrarhlaupinu í fyrra.

Fyrstu karlarnir í Meistaramóti Íslands í 5 km hlaupi, Arnar Pétursson, Jökull Bjarkason og Stefán Pálsson.

Sett voru fimm aldursflokkamet í hlaupinu í gær.

  • Sóley Rósa Sigurjónsdóttir (UMSB) setti aldursflokkamet í flokki 13 og 14 ára stúlkna þegar hún hljóp á 19:11 mínútum. Eldra met var í eigu Úlfhildar Linnet, frá 2017, og var það 20:04 mínútur.
  • Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) setti aldursflokkamet í flokki 55-59 ára þegar hún kom í mark á 19:00 mínútum. Eldra met átti Hrönn Guðmundsdóttir, frá 2024, og var það 20:32 mínútur.
  • Sigurbjörg Eðvarsdóttir (ÍR) bætti eigið aldursflokkamet í flokki 65-69 ára þegar hún kom í mark á 23:16 mínútur, en fyrra met hennar var 23:23 mínútur frá því í mars sl.
  • Kristinn Guðmundsson (FH) bætti eigið aldursflokkametið í flokki 65-69 ára um tæpa mínútu þegar hann hljóp á 20:15 míníutum, en fyrra met hans var 21:13 mínútur.

Óskum ofangreindum hlaupurum, sem og öllum sem hlupu í gær, innilega til hamingju með árangurinn sinn.

Heildarúrslit Víðavangshlaups ÍR má sjá hér.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit