Ævintýralegt fjölskylduhlaup TM á laugardaginn

Penni

< 1

min lestur

Deila

Ævintýralegt fjölskylduhlaup TM á laugardaginn

Næstkomandi laugardag verður heldur betur líf og fjör í Elliðaárdalnum en þá geta framtíðarhlauparar landsins tekið þátt í skemmtilegu og ævintýralegu fjölskylduhlaupi TM. Þar er hlaupinn 2 km hringur í Elliðaárhólmanum og fá allir þátttakendur glaðning að loknu hlaupi. Það er nauðsynlegt að skrá börnin í hlaupið og vera með hlaupanúmer til að fá afhentan glaðningin að hlaupi loknu.

Íþróttaálfurinn sjálfur mun mæta á svæðið og sjá um upphitun sem hefst á kl. 11 á grasinu fyrir utan Hitt húsið í Elliðaárdalnum, og svo hefst hlaupið sjálft klukkan 11:15.

Það er hörkuskráning í hlaupið, en ennþá eru nokkur pláss eftir þannig að við hvetjum sem flest til að drífa sig að skrá sig í þetta skemmtilega hlaup og mæta hress og kát í Elliðaárdalinn á laugardaginn. Skráningin fer fram hér.

Hægt verður að nálgast númerin í verslun Sport24 í Garðabæ og hvetjum við öll til að vera búin að sækja númerin sín fyrir hlaupið, en keppnisgögnin eru einnig afhent við rásmarkið fyrir hlaup. Vinsamlegast mætið tímalega.

Fjölskylduhlaup TM er haldið samhliða Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara og Meistaramóti Íslands í maraþoni, þannig að það má búast við miklu fjöri í Elliðaárdalnum á laugardaginn.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Ævintýralegt fjölskylduhlaup TM á laugardaginn

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit