Miðvikudaginn 31. júlí verður Adidas Boost hlaupið haldið kl. 20:00. Hlaupið er 10 km, fyrir 15 ára og yngri kostar 500kr en fyrir 16 ára og eldri kostar 4.000kr. Skráningu lýkur á miðnætti í dag og keppnisgögn verða afhent í Mi Iceland í Ármúla 21 á hlaupadag frá kl. 12:00 – 18:00.
Hlaupið er frá Rafstöðvarheimilinu í Rafstöðvarbrekkunni í Elliðaárdal. Mælt er með að fólk komi gangandi/hjólandi úr t.d. Fossvogi, Breiðholti, Árbæ, Ártúnsholti og víðar. Annars er hægt að leggja í bílastæði neðst á Rafstöðvarveg, við Ártúnsskóla eða við Árbæjarsafn.
Eftir hlaup verður næring, drykkir, verðlaunaafhendingar, útdráttarverðlaun, tónlist og stemning í gangi á svæðinu fyrir neðan endamarkið á útisvæði OR. Íþróttadrykkur og vatn verður í boði í hlaupinu við Víkingsheimilið.
Skráning fer fram hér.
Nánari upplýsingar um hlaupið eru að finna hér.