VIKAN: Níu á palli á Smáþjóðameistaramótinu og HSK/Selfoss Íslandsmeistarar á MÍ 15-22 ára

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Níu á palli á Smáþjóðameistaramótinu og HSK/Selfoss Íslandsmeistarar á MÍ 15-22 ára

Smáþjóðameistaramótið

Um helgina fór Smáþjóðameistaramótið fram í Gíbraltar. Tvö mótsmet voru slegin, eitt aldursflokkamet og náðu níu Íslendingar á pall. Þar af voru sjö sem nældu sér í gull en það voru þau Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) í 5000m, Birna Kristín (Breiðablik) í langstökki, Birta María (FH) í hástökki, Guðni Valur (ÍR) í kringlukasti, Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) í 400m grindahlaupi, Ívar Kristinn (ÍR) einnig í 400m grindahlaupi og Júlía Kristín (Breiðablik) í 100m grindahlaupi. Erna Sóley (ÍR) hafnaði í öðru sæti í kúluvarpi og Embla Margrét (FH) í því þriðja í 1500m hlaupi. Þær Birna Kristín og Ingibjörg settu mótsmet í sínum greinum og Birna Kristín setti einnig aldursflokkamet í flokki stúlkna 20-22 ára í langstökki, 6,46 m. Hægt er að lesa nánar um Smáþjóðameistaramótið hér.

MÍ 15-22 ára

Einnig fór Meistaramót Íslands 15-22 ára fram um helgina, í ár var það haldið á Selfossi. Lið HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlaut liðið samtals 414 stig, í öðru sæti var lið UFA með 231 stig og í því þriðja var lið Fjölnis með 195 stig. Tobías Þórarinn Matharel (UFA) bætti átta ára gamalt aldursflokkamet í 100m grindahlaupi í flokki pilta 15 ára. Átta mótsmet voru slegin og mikið var um persónulegar bætingar. Hægt er að lesa nánar um MÍ 15-22 ára hér.

Íslendingar keppa í útlöndum

Sunnudaginn 16. júní keppti Daníel Ingi Egilsson (FH) á Meeting Int. EAP de Nivelles í Belgíu. Hann hafnaði í 3. sæti með stökk upp á 7,33 m. Úrslit mótsins má finna hér.

Þann 18. júní kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA), Guðni Valur Guðnason (ÍR) og Hilmar Örn Jónsson (FH) á Boysen Memorial á Bislett velli í Osló, Noregi. Baldvin hafnaði í fjórða sæti í 5000m hlaupi á tímanum 13:52,44 mín, Guðni varð annar í kringlu með kast upp á 61,10 m. og Hilmar varð fjórði í sleggju með kast upp á 72,90 m. Úrslit mótsins má finna hér.

Daginn eftir kepptu FH-ingarnir Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir á Meeting Int. Athletisme Liege í Belgíu. Aníta hafnaði í sjötta sæti á tímanum 2:04,05 mín í 800m hlaupi og Irma stökk 6,00 m. í langstökki og hafnaði í fimmta sæti. Úrslit mótsins má finna hér.

Laugardaginn 22. júní keppti Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) á Genf Int. Atletic Meeting í Sviss. Hann kastaði spjótinu 75,59 m. og hafnaði í fjórða sæti.

Sunnudaginn 23. júní keppti Hilmar Þór Jónsson (FH) á Bottnaryd Kasted í Svíþjóð. Hann kastaði sleggjunni 73,67 m. og lenti í öðru sæti. Úrslit mótsins má finna hér.

Sama dag keppti Karen Sif Ársælsdóttir (Breiðablik) á DM Ugen 2024 í Danmörku. Þar bætti hún sitt persónulega met um 11 cm. er hún stökk 3,71 m. í stangarstökki og hafnaði í níunda sæti. Úrslit mótsins má finna hér.

Framundan

Í kvöld fer Úrvalsmót ÍR nr.2 fram á ÍR vellinum. Keppt verður í spjótkasti, kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti. Hægt er að fylgjast með úrslitum hér.

Næstu helgi fer 98. Meistaramót Íslands fram á Akureyri. Keppni hefst kl. 17:00 á föstudaginn 28. júní og keppni lýkur um 17:00 á sunnudaginn 30. júní. Hægt verður að fylgjast með úrslitum hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaðsetning
24. júníÚrvalsmót ÍR nr.2ÍR völlurinn
28.-30. júníMÍ fullorðinnaÞórsvöllur
2. júlíÁrmannshlaupið (MÍ í 10 km)Reykjavík
4. júlíAkureyrarhlaupið UFA (MÍ í hálfu maraþoni)Akureyri
5.-7. júlíGautaborgarleikarnirSvíþjóð

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Níu á palli á Smáþjóðameistaramótinu og HSK/Selfoss Íslandsmeistarar á MÍ 15-22 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit