HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða á MÍ 15-22 ára

Penni

< 1

min lestur

Deila

HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Selfossi um helgina. Það var lið HSK/Selfoss sem sigraði stigakeppni félagsliða. HSK/Selfoss sigraði einnig í þremur aldursflokkum. Liðið hlaut samtals 414 stig, í öðru sæti var lið UFA með 231 stig og í því þriðja var lið Fjölnis með 195 stig. Hér að neðan má sjá sigurlið í hverjum aldursflokki fyrir sig:

 • Piltar 15 ára I UFA
 • Piltar 16-17 ára I Hsk/Selfoss
 • Piltar 18-19 ára I UFA 
 • Piltar 20-22 ára I KFA
 • Stúlkur 15 ára I HSK/Selfoss
 • Stúlkur 16-17 ára I HSK/Selfoss
 • Stúlkur 18-19 ára I Fjölnir 
 • Stúlkur 20-22 ára I Fjölnir og UFA

Eitt aldursflokkamet var slegið en það var hann Tobías Þórarinn Matharel (UFA) sem bætti átta ára gamalt aldursflokkamet í 100m grindahlaupi (84 cm) í flokki pilta 15 ára er hann hljóp á tímanum 13,97 sek. Fyrra metið var 14,09 sek. sem Ragúel Pino Alexandersson (UFA) setti árið 2016.

Mikið var um persónulegar bætingar eða um 262 talsins, sem hægt er að sjá hér.

Átta mótsmet voru slegin:

 • Arndís Diljá Óskarsdóttir (FH) I Spjótkast stúlkna 20-22 ára I 48,67 m.
 • Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) I Kúluvarp pilta 15 ára I 17,49 m.
 • Bryndís Embla Einarsdóttir (HSK/Selfoss) I Spjótkast stúlkna 15 ára I 42,04 m.
 • Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) I Sleggjukast stúlkna 15-22 ára I 67,57 m.
 • Guðjón Dunbar Diaquoi (Breiðablik) I Langstökk pilta 18-19 ára I 6,78 m.
 • Hermann Þór Ragnarsson (Ármann) I 400m hlaup pilta 18-19 ára I 49,94 sek.
 • Karl Sören Theodórsson (Ármann) I Stangarstökk pilta 15 ára I 3,30 m.
 • Thomas Ari Arnarsson (Ármann) I Langstökk pilta 16-17 ára I 6,57 m.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða á MÍ 15-22 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit