Gullin sótt til Gíbraltar

Penni

2

min lestur

Deila

Gullin sótt til Gíbraltar

Íslenskt frjálsíþróttafólk fór mikinn á Smáþjóðameistaramótinu á Gíbraltar í dag. Ísland náði lang flestum gullverðlaunum, eða 7 talsins, auk þess að vinna ein silfur og ein brons verðlaun. Þá settu Íslendingar tvö mótsmet og eitt aldursflokkamet í sólinni á Gíbraltar í dag.

Mótsmetin settu annars vegar Birna Kristín Kristjánsdóttir sem sigraði langstökkið með stökki upp á 6,46m, sem er einnig aldursflokkamet í flokki 23 ára og yngri og hins vegar Ingibjörg Sigurðardóttir sem sigraði 400m grindahlaup kvenna á tímanum 60,22 sek.

Smáþjóðameistaratitli náðu einnig:

Birta María Haraldsdóttir en hún sigraði með stökki upp á 1,85 m og átti síðan mjög góðar tilraunir við 1,89m, sem hefði verið Íslandsmet. Það er því væntanlega ekki langt í að það 34 ára gamla met falli.

Guðni Valur Guðnason sigraði í kringlukasti þegar hann kastaði kringlunni 60,40 metra.

Ívar Kristinn Jasonarson sem sigraði 400m grindahlaup á 53,20 sek.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir sigraði í 100 m grindahlaup kvenna á tímanum 14,36 sek.

Andrea Kolbeinsdóttir sem var síðasti Íslendingurinn inn á völlinn, en fyrst í mark á tímanum 17,13 55 og sigraði 5000m hlaupið með þó nokkrum yfirburðum.

Auk þeirra náði Erna Sóley Gunnarsdóttir silfri en hún átti fínustu kastseríu í kúluvarpinu þar sem hún kastaði lengst 17,23m og Embla Margrét Hreimsdóttir bronsi, þegar hún hljóp 1500m á 4:50:41.

Af öðrum úrslitum má nefna að Hera Christensen náði fjórða sæti í kringlukasti með 47,29 metra löngu kasti.

Sæmundur Ólafsson hljóp á besta tíma sínum í ár, 49,40s, varð annar í sínum riðli og í 5. sæti í heildar keppninni.

Hin unga og efnilega Eir Chang Hlésdóttir náði 6. sæti í 200m hlaupi kvenna þegar hún kom í mark á 25,67s.

Fjölnir Brynjarson tryggði sér sjöunda sætið í taktísku 800m hlaupi á tímanum 1,57,10.

Þá varð María Helga Högnadóttir 8. í 100 m hlaupi kvenna á tímanum 12,54.

Því miður náðu Daníel Ingi Egilsson, Irma Gunnarsdóttir og Kristófer Þorgrímsson ekki að hefja keppni vegna meiðsla.

Úrslit mótsins eru að finna hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Gullin sótt til Gíbraltar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit