VIKAN: Maraþonhlaup og fjölskylduhlaup

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Maraþonhlaup og fjölskylduhlaup

Um helgina var heldur betur hlaupið í Elliðaárdalnum og hlupu þar saman sterkustu marþonhlauparar landsins og framtíðarhlauparar landsins, og var mikil stemming hjá öllum.

Meistaramót Íslands í maraþoni

Á laugardaginn fór fram Meistaramót Íslands í maraþoni. Í ár var meistaramótið partur af Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara og var startað í Elliðaárdalnum og hlaupið í fallegu umhverfi um stíga borgarinnar. Það voru þau Arnar Pétursson í Breiðablik og Linda Heiðarsdóttir í ÍR sem urðu Íslandsmeistarar þetta árið og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

Hérna má sjá frétt um meistaramótið.

Fjölskylduhlaup TM

Það voru ekki aðeins maraþonhlauparar sem hlupu á laugardaginn heldur tóku framtíðarhlauparar landsins þátt í stórskemmtilegu Fjölskylduhlaupi TM, sem einnig fór fram í Elliðaárdalnum. Það voru tæplega 300 hlauparar sem hlupu um Elliðaárhólmann í mikilli stemmingu. Íþróttaálfurinn og vinir hans úr Latabæ mættu á svæðið og hlupu með krökkunum veittu krakkarnir Íþróttaálfinum svaka samkeppni í brautinni. Krakkarnir stóðu sig svakalega vel og komu brosandi og sæl í mark og fengu öll medalíu og allskonar glaðning frá TM. FRÍ og TM þakka kærlega fyrir komuna í Elliðaárdalinn á laugardaginn og þátttökuna í þessu skemmtilega hlaupi.

Hvað er framundan?

Næstkomandi laugardag, 2. nóvember, fer Gaflarinn fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Gaflarinn er frálsíþróttamót fyrir krakka 15 ára og yngri.

Sjá nánari upplýsingar um Gaflarann hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Maraþonhlaup og fjölskylduhlaup

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit