Gaflarinn í Hafnarfirði 2. nóvember nk.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Gaflarinn í Hafnarfirði 2. nóvember nk.

Laugardaginn 2. nóvember nk. fer fram hið skemmtilega frjálsíþróttamót Gaflarinn í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Nafn mótsins kemur frá orðinu Gaflari sem er samheiti orðsins Hafnfirðingur, en þau mega kalla sig Gaflara sem eru fædd og uppalin í Hafnarfirði. Í dag er hinsvegar nóg að vera uppalinn í Hafnarfirði til þess að teljast Gaflari, þar sem það er ekki lengur spítali í Hafnarfirðinum sem getur tekið á móti börnum.

Þegar mótið var haldið í fyrsta sinn þá var það að sumri til og var hluti af undirbúningi fyrir Gautaborgarleikana. Það mót féll niður en var svo endurvakið fyrir nokkrum árum og nú er mótið haldið á hverju hausti og er ætlað krökkum 15 ára og yngri. Á mótinu keppa allir í greinum en í ár eru þær:

AldursflokkarKeppnisgreinar
6-7 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, 200m
8-9 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, 400m
10 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, 400m
11 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, 400m
12 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, 400m
13 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, kúluvarp, 300m
14 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, kúluvarp, 300m
15 ára stúlkur og piltar60m, langstökk, kúluvarp, 300m

Skráning fer fram hér og er skráningarfrestur til miðnættis miðvikudaginn 30. október nk.

Nánari upplýsingar um Gaflarann er að finna hér..

Penni

< 1

min lestur

Deila

Gaflarinn í Hafnarfirði 2. nóvember nk.

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit