Meistaramót Íslands í maraþoni fór fram í fyrr í dag. Hlaupið var ræst í Elliðaárdalnum klukkan 9 í morgun í svolitlu roki, og var hlaupið í fallegu umhverfi um helstu stíga borgarinnar.
Það var Arnar Pétursson (Breiðablik) sem kom fyrstur í mark á tímanum 02:51:06 og er því Íslandsmeistari karla í maraþoni árið 2024. Í kvennaflokki var það Linda Heiðarsdóttir (ÍR) sem kom fyrst í mark á tímanum 03:38:00 og er hún Íslandsmeistari kvenna í maraþoni árið 2024. Óskum við þeim innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.
Annar í karlaflokki var Pétur Sturla Bjarnason (Afturelding) á tímanum 02:54:46 og þriðji var Davíð Andri Bragason (Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar) á tímanum 03:24:46. Í kvennaflokki var Aðalheiður Aðalsteinsdóttir (FH) önnur á tímanum 03:43:40 og þriðja var Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir (ÍR) á tímanum 04:06:44.
Heildar úrslit hlaupsins er hægt að sjá hér.
Myndir úr hlaupinu og af sigurvegurum munu birtast eftir helgi.