VIKAN: Íslendingar keppa erlendis og HSK/Selfoss sigrar stigakeppni félagsliða á MÍ 11-14 ára

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Íslendingar keppa erlendis og HSK/Selfoss sigrar stigakeppni félagsliða á MÍ 11-14 ára

MÍ 11 – 14 ára

Um helgina fór MÍ 11-14 ára fram á Laugum. Það var lið HSK/Selfoss sem sigraði stigakeppni félagsliða af miklu öryggi með 719,5 stig. Lið ÍR var í örðu sæti með 606 stig og lið Breiðabliks í þriðja sæti með 550,5 stig. Eitt aldursflokkamet var slegið og sjö mótsmet. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Myndir frá mótinu eru að finna á flickr síðu okkar.

Íslendingar keppa í útlöndum

Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppti á BMC Gold Races í Watford, Englandi í vikunni og sigraði 1500m hlaupið á tímanum 3:42,47 mín. Úrslit mótsins má finna hér. Sama dag keppti hann á Watford Open þar sem hann sigraði í 800m hlaupi á tímanum 1:53,91 mín. Úrslit mótsins eru að finna hér.

Birta María Haraldsdóttir (FH) og Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) kepptu á Guldensporenmeeting í Kortrijk í Belgíu um helgina. Birta stökk 1,81 m. í hástökki og hafnaði í örðu sæti og Birna stökk 6,23 m. í langstökki og hafnaði í sjötta sæti. Úrslit mótsins eru að finna hér.

Myndir eftir Eddy Lippens:

Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) keppti í 400m grindahlaupi og sigraði á Eyrarsundsleikunum í Helsingborg í Svíþjóð. Tími hennar var 59,48 sek. sem er persónuleg bæting. Úrslit mótsins eru að finna hér.

Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) keppti í spjótkasti á American JavFest í Birmingham Alabama í vikunni. Þar lenti hann í öðru sæti með kast upp á 79,55 m. Úrslit mótsins má finna hér.

Framundan

Næstu helgi fer EM U18 fram í Banska Bystrica í Slóvakíu og eru þrír Íslenskir keppendur að taka þátt. Það eru þær Birna Jóna Sverrisdóttir (ÍR) en hún keppir í sleggjukasti, Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) hún keppir í 400m hlaupi og Ísold Sævarsdóttir (FH) keppir í sjöþraut.

Næstu mót

DagsetningMótStaðsetning
16. júlí Héraðsmót USAH utanhússBlönduósvöllur
16. júlíSumarmót HSSÍþróttavöllur Sævangi
16-17. júlíUnglingamót HSKSelfossvöllur
18-21. júlí Evrópumeistaramót U18Banska Bystrica, Slóvakía
27-28. júlíMÍ í fjölþrautum, eldri aldursflokkum og 10.000mKaplakriki

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Íslendingar keppa erlendis og HSK/Selfoss sigrar stigakeppni félagsliða á MÍ 11-14 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit