HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða á MÍ 11-14 ára

Penni

< 1

min lestur

Deila

HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða á MÍ 11-14 ára

Í dag lauk keppni á MÍ 11-14 ára á Laugum, lið HSK/Selfoss sigraði stigakeppni félagsliða af miklu öryggi og hlutu 719,5 stig. Í öðru sæti var lið ÍR með 606 stig og í þriðja sæti var lið Breiðabliks með 550,5 stig. ÍR vann til flestra gullverðlauna eða 18 talsins. Eitt aldursflokkamet var slegið, 7 mótsmet og mikið um persónulegar bætingar.

Sigurður Ari Orrason (ÍR) bætti aldursflokkametið í 80m grindahlaupi í flokki pilta 13 ára er hann hljóp á tímanum 12,46 sek. en fyrra metið var 12,50 sek. sem Ragúel Pino Alexandersson (UFA) átti frá árinu 2014.

Mótsmet:

  • Baldur Elías Norðfj. Sveinsson (FH) I 400m hlaup pilta 12 ára I 1:06,33 mín.
  • Daníel Már Ólafsson (HHF) I Kúluvarp (3,0 kg) pilta 12 ára I 10,27 m.
  • Guðjón Steinar Árnason (ÍR) I 300m grindahlaup (76,2 cm) pilta 13 ára I 48,77 m.
  • Jökull Ingimundur Hlynsson (HSS) I Kúluvarp (3 kg) pilta 13 ára I 13,00 m.
  • Magnús Tryggvi Birgisson (HSK/Selfoss) I Kringlukast (600gr) pilta 13 ára I 34,95 m.
  • Sigurður Ari Orrason (ÍR) I 80m grindahlaup (76,2 cm) pilta 13 ára I 12,46 m.
  • Emilía Rikka Rúnarsdóttir (ÍR) I Kringlukast (600 gr) stúlkna 13 ára I 31,32 m.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða á MÍ 11-14 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit