VIKAN: Íslandsmet og MÍ þrenna

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Íslandsmet og MÍ þrenna

Íslandsmet í 1500m

Baldvin Þór Magnússon (UFA) bætti í vikunni eigið Íslandsmet í 1500m hlaupi á BMC Record Breaker í London. Hann hljóp á tímanum 3:39,90 mín. en fyrra met hans var 3:40,36 mín. Baldvin á samtals níu Íslandsmet.

Hægt er að lesa nánar um það hér.

MÍ þrennan

Meistaramót Íslands í fjölþrautum, í 10.000m og í eldri aldursflokkum fór fram í Kaplakrika um helgina. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Erna í öðru sæti í Belgíu

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppti á Meeting Voor Mon í Belgíu um helgina. Hún kastaði 17,50 m. og hafnaði í öðru sæti.

“Já ég er sátt með mótið. Það var frábært að komast að keppa aftur og stilla mig af fyrir Ólympíuleikana. Ég er mjög spennt fyrir þeim og ég veit að ég er í góðu formi til að kasta langt,” sagði Erna Sóley.

Framundan

Erna Sóley heldur til Parísar þann 3. ágúst og keppir í undanúrslitum í kúluvarpi á Ólympíuleikunum 8. ágúst.

Næstu mót

DagsetningMótStaðsetning
30. júlí30. júlí hlaupamótÍR völlur
31. júlíJúlí kastmót ÍRÍR völlur
31. júlíAdidas Boost hlaupiðReykjavík
1.-11. ágústÓlympíuleikarnirParís, Frakkland
2-4. ágústUnglingalandsmót UMFÍBorgarnes

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Íslandsmet og MÍ þrenna

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit