Baldvin bætir eigið Íslandsmet í 1500m

Penni

< 1

min lestur

Deila

Baldvin bætir eigið Íslandsmet í 1500m

Baldvin Þór Magnússon (UFA) bætti eigið Íslandsmet í 1500m hlaupi á BMC Record Breaker í London í gærkvöldi og varð um leið fyrstur Íslendinga til að hlaupa vegalengdina undir 3 mín. og 40 sek. Hann hljóp á tímanum 3:39,90 mín. en fyrra Íslandsmet hans var 3:40,36 mín. frá árinu 2023.

Til að setja hlutina í samhengi þá er þetta hraði uppá 24,7 km/klst á hlaupabretti.

Úrslit mótsins má finna hér.

Baldvin á í dag níu Íslandsmet, fimm utanhúss og fjögur innanhúss.

Utanhúss met:

  • 1500 m I 3:39,90 mín I 24. júlí 2024
  • 3000 m I 7:49,68 mín I 1. júlí 2023
  • 5000 m I 13:20,34 mín I 30. apríl 2024
  • 5 km götuhlaup I 13:42,00 mín I 16. mars 2024
  • 10 km götuhlaup I 28:51,00 mín I 22. október 2023

Innanhúss met:

  • 1500 m I 3:41,05 mín I 4. febrúar 2024
  • 1 míla I 3:59,60 mín I 14. janúar 2023
  • 3000 m I 7:47,51 mín. I 12. febrúar 2022
  • 5000 m I 13:58,24 mín I 24. febrúar 2023

“3.40 er ákveðin múr sem mig er búið langa rjúfa lengi þannig það er mjög góð tilfinning að ná því. Auk þess er líka gott að vinna hlaupið mitt, það er mikilvægt að kunna koma sér yfir línuna fyrstur,” sagði Baldvin.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Baldvin bætir eigið Íslandsmet í 1500m

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit