Keppni lokið í Kaplakrika

Penni

2

min lestur

Deila

Keppni lokið í Kaplakrika

Myndir frá mótinu

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum, 10.000m og eldri aldursflokkum í Kaplakrika.

MÍ í fjölþrautum

Tugþraut karla

Gunnar Eyjólfsson (FH) var eini keppandinn í karlaflokki en hann þurfti því miður að hætta keppni vegna meiðsla.

Fimmtarþraut 18-19 ára stúlkur

  1. Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) 4580
  2. Sara Kristín Lýðsdóttir (FH) 4187
  3. María Helga Högnadóttir (FH) 3465

Fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára 

  1. Ísold Sævarsdóttir (FH) 5022

Sjöþraut 16-17 ára pilta

  1. Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 5406
  2. Helgi Reynisson (Þjótandi) 3792

Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri

  1. Helga Fjóla Erlendsdóttir (Garpur) 2998
  2. Anna Metta Óskarsdóttir (Selfoss) 2576
  3. Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir (UMSS) 1797

Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri

  1. Tobías Þórarinn Matharel (UFA) 3343
  2. Garðar Atli Gestsson (UFA) 2798
  3. Kristófer Máni Sigurðsson (UFA) 2556

MÍ í 10.000m

Í kvennaflokki var það Íris Anna Skúladóttir (FH) sem sigraði á tímanum 37:25,51 mín. í öðru sæti var Anna Berglind Pálmadóttir (UFA) á tímanum 38:11,95 mín. en það er aldursflokkamet í flokki 45-49 ára kvenna. Fyrra met átti Rannveig Oddsdóttir (UFA) og var það 39:48,09 mín. frá því í fyrra. Í þriðja sæti var Helga Guðný Elíasdóttir (ÍR) á tímanum 39:32,28 mín.

Arnar Pétursson (Breiðablik) sigraði í karlaflokki. Hann hljóp á tímanum 32:11,42 mín. og Stefán Karl Smárason (Breiðablik) var annar á tímanum 32:19,29 mín.

Heildarúrslit mótsins má finna hér. 

MÍ í eldri aldursflokkum

Á Meistaramóti Íslands í eldri aldursflokkum voru um 44 keppendur frá 18 mismunandi félögum. Mótið gekk vel og náðist glæsilegur árangur. Úrslitin má finna hér. 

Stigahæstu afrek karla og kvenna skv. WMA prósentu voru þau Fríða Rún Þórðardóttir fyrir 1500m hlaup kvenna 50-54 ára og Ágúst Bergur Kárason (UFA) fyrir 400m hlaup karla 50-54 ára. Hann hljóp á tímanum 57,05 sek.

Ólafur Guðmundsson (HSK/Selfoss) bætti aldursflokkametið í þrístökki í flokki 55-59 ára karla. Hann stökk 10,41 m. en fyrra metið átti Karl Torfason (UMSB) og var það 10,25 m. frá árinu 1990.

Penni

2

min lestur

Deila

Keppni lokið í Kaplakrika

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit