Gaflarinn
Hið stórskemmtilega barna-og unglingamót Gaflarinn, fór fram í Kaplakrika á laugardaginn sl. og það voru 321 krakkar sem mættu til leiks. Það var mikil stemning og mikið um persónulegar bætingar, greinilega búið að æfa vel í haust. Svona mót er ekki haldið nema með góðri aðstoð sjálfboðaliða og vill mótstjórn Gaflarans koma kærum þökkum til þeirra sem komu að framkvæmd mótsins.
Hvað er framundan
Um næstu helgi verður nóg um að vera en þá fara Allir með leikarnir fram í Laugardalnum og Norðurlandameistarmótið í víðavangshlaupum í Finnlandi, en frétt um það kemur á vefinn á morgun.