VIKAN: Aldursflokkamet á Akureyri, fyrirlestur og verkleg kennsla í Kópvogi og nóg framundan

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Aldursflokkamet á Akureyri, fyrirlestur og verkleg kennsla í Kópvogi og nóg framundan

Minningarmót Ólivers á Akureyri

UFA hélt Minningarmót Ólivers núna á laugardaginn, 30. nóvember. Minningarmótið er haldið í nafni Ólivers Einarssonar sem lést af slysförum árið 2017, aðeins 12 ára gamall. Hann var einn af efnilegustu frjálsíþróttaiðkendum UFA, mikill íþróttamaður, orkubolti og gleðigjafi. Það var mikil stemming í Boganum þar sem um 170 keppendur mættu til leiks í öllum aldursflokkum, flest frá UFA en einnig mættu keppendur frá Samherjum í Eyjafjarðarsveit, Skagfirðingum, Húnvetningum og Þingeyingum, auk þeirra sem komu lengra að, frá ÍR, Fjölni og Selfossi.

Tvö aldursflokkamet voru sett á mótinu og var það Anna Sofia Rappich sem setti þau bæði í aldursflokki 60-64 ára. Annars vegar setti hún aldursflokkamet í langstökki þar sem hún stökk 4,16 metra og bætti eldra met um 36 cm og hins vegar setti hún aldursflokkmet í 60 metra hlaupi  þar sem hún hljóp á 9,02 sekúndum og bætti eldra met um 66 sekúndubrot. Hrikalega vel gert hjá Önnu!

Sjá frétt um mótið á heimasíðu UFA.

Fyrirlestur og verkleg kennsla með ítalska frjálsíþróttaþjálfaranum Andrea Uberti

Síðastliðinn mánudag, 25. nóvember, var ítalski frjálsíþróttaþjálfarinn Andrea Uberti með fyrirlestur og verklega kennslu í Fífunni í Kópavogi. Það var vel mætt á viðburðinn og voru rúmlega 30 áhugasamir þjálfarar og iðkendur mættir til að hlýða á Andrea og taka þátt í æfingum hans. Sjá nánari frétt um þetta hér.

Hvað er framundan?

Formannafundur FRÍ verður á morgun þriðjudag, 3. desember, kl. 19:30. Þetta verður zoom fundur og hérna er hlekkur á fundinn. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa. Sjá nánar um formannafundinn hér.

Uppskeruhátíð FRÍ fer fram í Laugardalshöllinni nk. fimmtudag, 5. desember, kl. 18:00.

Síðast en ekki síst þá er það Evrópumeistaramótið í Víðavangshlaupi sem fram fer í Antalya í Tyrklandi nk. sunnudag, 8. desember, þar sem okkar eini sanni Baldvin Magnússon er meðal keppenda. Nánari frétt um hlaupið og smá viðtal við Baldvin er að finna hér. Eins minnum við á að hægt verður að fylgjast með beinu streymi af hlaupinu hér.

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Aldursflokkamet á Akureyri, fyrirlestur og verkleg kennsla í Kópvogi og nóg framundan

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit