Unglingalandslið FRÍ 2024/2025

Penni

< 1

min lestur

Deila

Unglingalandslið FRÍ 2024/2025

Á síðasta FRÍ-þingi sem haldið var á Sauðárkróki í mars sl. var samþykkt að breyta nafni Úrvalshóps FRÍ í Unglingalandslið FRÍ og hefur unglingalandsliðið nú verið birt á heimasíðu FRÍ, sjá hér.

Til að komast í unglingalandsliðshópinn þarf að ná lágmörkum á ákveðnum tímabili og er íþróttafólk tekið inn í hópinn jafn óðum yfir tímabilið. Núverandi lágmörk gilda frá 1. maí 2024 til 31. ágúst 2025, þá eru lágmörkin og árgangar uppfærðir og nýr hópur tekinn inn. Hérna má sjá núgildandi lágmörk.

Í hópnum í dag eru yfir 50 íþróttamenn frá um 14 félögum um allt land á aldrinum 15-19 ára (fædd á árunum 2006-2010). Heldur betur fjölmennur og flottur hópur.

Unglingalandsliðið hittist reglulega yfir tímabilið og fær allskyns fyrirlestra og fræðslu og svo eru æfingabúðir einu sinni á ári sem eru ótrúlega vinsælar. Á síðasta ári komu Ungir sendiherrar til sögunnar og er stefnan að halda áfram með það. Unga íþróttafólkinu í hópnum er boðið að sækja um að vera Ungur sendiherra en hlutverk þeirra er að taka virkan þátt í starfi hópsins og koma þeir að undirbúningi æfingabúða, skipuleggja hittinga og hjálpa til með fyrirlestrar.

Við viljum endilega biðja forsvarsmenn þeirra félaga sem eiga íþróttafólk í unglingalandsliðinu að koma upplýsingum um það til skila til þeirra og leiðbeina þeim um Facebook hóp hópsins.

Við óskum því íþróttafólki sem er í Unglingalandsliði FRÍ 2024/2025 innilega til hamingju og óskum þeim góðs gengið á komandi tímabili.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Unglingalandslið FRÍ 2024/2025

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit